Snjöll skopmynd, góða fólkið án kímnigáfu

Miðaldahugmynd um kirkjugrið var reynd í sóknarkirkju í höfðuborginn, þar sem prestar hvöttu til lögleysu. Skopmyndateiknari Morgunblaðsins gerði sér mat úr atvikinu, teiknaði miðaldaháborg með síki þar sem háborgin er í líki sóknarkirkju er býður yfirvaldinu birginn.

Skopmyndin er snjöll. Hún fangar miðaldahugsun klerkanna sem bjóða kirkjugrið.

Góða fólkinu gramdist og kallar skopið hatursáróður, samkvæmt Eyjunni. Góða fólkið, sem að jafnaði þykist fjarska frjálslynt og nútímalegt, stekkur ofan í skotgrafirnar til að verja miðaldahugmynd. Og sýnir sig sneytt allri kímnigáfu.


Bloggfærslur 1. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband