Unnur Brá staðfestir orð Sigmundar: vildi að Bjarni viki

Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins staðfestir orð Sigmundar Davíðs, að atlaga var gerð innan flokks að formanninum, Bjarna Benediktssyni.

Í Kastljósi RÚV sagði Unnur Brá að eðlilegt hefði verið að Bjarni Ben. formaður og Ólöf Nordal varaformaður  vikju sæti. Þá hefðu losnað tvö ráðherraembætti.

Spurning hvort Unnur Brá verði hluti af þingflokki Sjálfstæðisflokksins á morgun.


mbl.is Vænir áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins um eiginhagsmunasemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-sinnar fá löðrung, RÚV kann ekki að telja

ESB-sinnar á Íslandi bundu vonir við að nýr utanríkisráðherra, sem á að baki fortíð í samtökum ESB-sinna, myndi verða þeim liðsmaður. Í staðinn sagði nýr ráðherra skýrt og ákveðið að hann fylgdi stefnu ríkisstjórnarinnar að afturkalla ESB-umsókn Samfylkingar. Í viðtali við RÚV:

Þú hefur starfað fyrir Evrópusinna ekki satt?

„Jú það er rétt. En það var á sínum tíma. Og það sem ég var að gera þá var að skoða kosti og galla aðildarumsóknar. Þetta var í kringum 2005. Það hefur ýmislegt breyst, bæði í Evrópu og á Íslandi. Þannig að ég styð það fyllilega að aðildarumsóknin var dregin tilbaka.“

RÚV varð að gjalti og hljóp yfir til Bjarna Ben. og spurði hvort hann gæti talið mótmælendur fyrir utan Bessastaði. Bjarni spurði á móti: Kann RÚV ekki að telja?

Svarið vita allir, RÚV kann ekki að telja.


mbl.is Ný ríkisstjórn tekin við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Holland segir nei við ESB

Hollenska þjóðin segir nei við útþenslu Evrópusambandsins í austur. Viðskiptasamningur við Úkraínu er áfangi á leið landsins að verða aðili að ESB.

Þessi viðskiptasamningur leiddi til falls forseta Úkraínu og klofninu landsins í austur og vestur, líkt og Spiegel útskýrir. Í framhaldi hófst borgarastyrjöld þar sem takast á fylgismenn stjórnarinnar í Kiev, sem Bandaríkin og ESB styðja, og uppreisnarmenn er njóta velvildar Rússa.

Sókn ESB í austurátt undir hernaðarmerkjum Nató er endurvakning á kalda stríðinu. Hollendingar vilja ekkert með hernaðarævintýri Brussela að gera og sögðu nei við viðskiptasamningi við Úkraínu. Engin önnur ESB-þjóð greiðir atkvæði um samninginn, enda lýðræði í hávegum í Evrópusambandinu, eins og alþjóð veit. Eða þannig. 


mbl.is Hollendingar neituðu viðskiptasamningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Katrín eflir Vg, hófsamir yfirgefa Samfylkinguna

Samfylkingin er hvorki né flokkur, stendur ekki fyrir róttækum breytingum en er heldur ekki heimili hófsamra sökum hatursfullrar orðræðu forystumanna flokksins. Hófstillt Katrín Jakobsdóttir leiðir aftur Vinstri græna til aukins fylgis.

Birgitta Pírataleiðtogi gefur þjóðinni fingurinn og horfir fram á fylgishrun.

Framsókn vinnur varnarsigur og heldur fylgi sínu frá síðustu könnun, þrátt fyrir ólgusjó. Sjálfstæðisflokkurinn heldur sjó í þessari könnun Gallup.


mbl.is Fylgi Pírata dalar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virkir í athugasemdum verða þjóðfélagsafl

Virkir í athugasemdum og vinir þeirra mættu eins og kallaðir á Austurvöll á mánudag og fylgdu handriti, sem er með rauðan þráð og samsærisplotti en hörmulegan endi.

Rauði þráðurinn er að Ísland sé ónýtt, plottið að yfirvöld láti ekkert tækifæri ónotað til að níðast á almenningi og endirinn að ríkisstjórn Pírata taki völdin.

Virkir í athugasemdum verða þjóðfélagsafl í krafti góða fólksins á fjölmiðlum og í vinstriflokkunum.


mbl.is Boða til mótmæla við Bessastaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstarf um að gera lítið úr Íslandi

Þegar fjölmiðlar leggjast á eitt með stjórnarandstöðunni að gera lítið úr þjóðinni og stjórnmálamenningu hennar er viðbúið að alþjóð leggi við hlustir. Ekki síst þegar samstarfið leiðir til þess að ríkisstjórn lýðveldisins riðar til falls.

Allt síðasta kjörtímabil klappaði núverandi stjórnarandstaða, sem þá var í meirihluta og hét ríkisstjórn Jóhönnu Sig., þann stein að Ísland væri ónýtt. Stjórnskipun okkar væri ónýt, efnahagsstjórnunin væri ónýt og fullveldið sjálft væri ónýtt.

Ísland er ekki ónýtara en svo að þjóðin er í efstu sætum á alþjóðlegum mælikvörðum um hagsæld. Hvergi er meira jafnrétti kynjanna á byggðu bóli í henni veröld og hvergi er launajöfnuður meiri.

Bananalýðveldi eru þau lönd kölluð þar sem stórfyrirtæki ráða ríkjum, risavaxið bili er á milli fámennrar auðmannastéttar og fátæks almennings; þar sem menntun er munaður, lífslíkur langt undir meðaltali og barnadauði óhugnanlega hár.

Það er nokkurt afrek hjá fjölmiðlum og stjórnarandstöðu að gera Ísland að bananalýðveldi í augum umheimsins. Þjóðin hlýtur að fyllast þakklæti.


mbl.is Kalla Ísland bananalýðveldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband