Forsetakosningar æfing fyrir þingkosningar

Forsetakosningarnar í sumar verða æfing fyrir þingkosningarnar í haust. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að stytta kjörtímabilið mun óhjákvæmilega gera forsetakosningarnar stórpólitískar.

Á næstu dögum verður kallað eftir einstaklingum í framboð til forseta sem geta axlað þá ábyrgð sem óreiðan á alþingi krefst.

Stjórnmálamenn sem geta veitt forystu í landsmálum eru ekki margir. En þeir eru til og verða að stíga fram áður en apríl er úti.


mbl.is Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV lýgur blákalt - Helgi Seljan þarf að útskýra

Í fréttahönnun RÚV dagana fyrir Kastljósþáttinn á sunnudag, sem var startskotið fyrir fjöldamótmæli á mánudag, þverbraut RÚV ítrekað viðurkenndar siðareglur fjölmiðla. Í viðtengdir frétt á mbl.is segir

Full­yrt var að skrif­stofa Alþing­is hafi staðfest þann skiln­ing á regl­un­um. Helgi Selj­an end­ur­tók þá full­yrðingu í viðtali við fjár­málaráðherra í Kast­ljósi í gær­kvöldi. Þessu hafn­ar skrif­stofu­stjóri Alþing­is al­ger­lega.

„Það er alrangt. Ég tók það sér­stak­lega fram við frétta­mann frá Rík­is­út­varp­inu að ég hefði enga heim­ild til þess að segja hvað væri rétt eða rangt í þess­um efn­um. For­seti Alþing­is hefði ekki held­ur rétt til þess og for­sæt­is­nefnd ekki held­ur.

Helgi Seljan fréttamaður hlýtur að gera grein fyrir þessum vinnubrögðum. Að ljúga upp á heimildamenn er alvarlegt mál og leiðir til aðgerða á heiðarlegum fjölmiðlum.


mbl.is Staðfesti ekki skilning Kastljóss á hagsmunaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klára þetta fyrir kaffi, Bjarni

Einfalt mál er stundum gert flókið. Í landinu er starfandi meirihlutastjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Eftir pólitískt fárviðri ákveður forsætisráðherra að stíga til hliðar.

Pólitíska fárviðrið snerist um einkahagi forsætisráðherra og eiginkonu hans. Aldrei var um neina pólitík aðra að ræða.

Eftir að forsætisráðherra víkur ættu stjórnarþingmenn að sameinast um að setja punkt fyrir aftan fárið, samþykkja nýjan forsætisráðherra, Sigurð Inga Jóhannsson, og óbreyttan stjórnarsáttmála.

Það er hægt að klára þetta fyrir kaffi í dag. En svo er líka hægt að skemmta skrattanum og halda áfram leiksýningunni.


mbl.is „Ætlum ekki að taka langan tíma í þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlar falla fyrir eigin spuna

Fjölmiðlar bjuggu í gærkveldi til þann spuna að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson myndi ekki hætta sem forsætisráðherra heldur taka sér leyfi frá störfum um hríð. Aftur var fjöður gerð að hænsnabúi: það fannst enskur texti sem mátti nota til að spinna þessa sögu.

Sigmundur Davíð hættir sem forsætisráðherra en ríkisstjórnin situr áfram. Almenn formleg regla er að forsætisráðherra leggur inn afsögn fyrir sig og ráðuneyti sitt þegar ríkisstjórn lætur af störfum eftir að hafa misst meirihluta. Engu slíku er til að dreifa.

Það liggur jafnframt fyrir að Sigmundur Davíð ætlar að halda áfram formennsku í Framsóknarflokknum og sitja á þingi.

Fjölmiðlar sem falla fyrir eigin spuna eru opinberri umræðu til vansa.


mbl.is Skýrt að Sigmundur er að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bylting í vatnsglasi

,,Það er bylting," hrópaði eitt fréttabarnið í beinni útsendingu í gær og elti mótt og másandi önnur ungmenni á milli bygginga í Reykjavík til að grýta eggjum og salernisrúllum í samræmi við þarfir sjónrænna stjórnmála.

Áhorfendum var skemmt. Eftir viðburðaríkan dag var sniðugt að fá eins og eina byltingu í vatnsglasi með kvöldmatnum. Án fjölmiðla og leiktjalda sem þeir setja upp, bæði í ráðherrabústaðnum og á Austurvelli, væru stjórnmálin hversdagslegri og lítt spennandi.

Þar sem áður voru pólitískir ræðumenn sem hrifu með sér fjöldann eru núna fjölmiðlar sem hanna atburðarás og bjóða upp á byltingu í vatnsglasi í beinni útsendingu.

 


mbl.is Með dramatískustu dögum í pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband