Guardian: ekkert ólögmætt eða óheiðarlegt hjá Sigmundi Davíð

Breska blaðið Guardian fjallar ítarlega um Wintris, félag eiginkonu Sigmundar Davíðs, og segir:

Guardian hefur ekki sé neinar sannanir fyrir skattaundanskotum eða óheiðarlegum ávinningi Sigmundar Davíðs, Önnu Sigurlaugar eða Wintris.
(The Guardian has seen no evidence to suggest tax avoidance, evasion or any dishonest financial gain on the part of Gunnlaugsson, Pálsdóttir or Wintris.)

Einhverra hluta vegna fór þetta framhjá Kastljósi RÚV, sem kepptist við að draga upp þá mynd að forsætisráðherrahjónin séu bæði lögbrjótar og óheiðarleg.


mbl.is Viðtalið við Sigmund - orðrétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaffihúsaumræðan, taka tvö

Kaffihúsaumræða Boga og félaga á RÚV fékk alþjóðlega vídd í Kastljósi kvöldsins þar sem evrópskir fréttamenn voru kallaðir til vitnis um að aflandsfélag eiginkonu forsætisráðherra væri frétt.

Þrátt fyrir að 35 mínútur af Kastljósi væri helgaðar forsætisráðherra, Bjarna Ben. var skipt inn á á 35 mín., kom ekkert fram um fjármál Önnu Sigurlaugar og Sigmundar Davíðs, sem ekki lá fyrir. Anna Sigurlaug stofnaði félagið Wintris fyrir hrun og eignaðist það að fullu áður en stjórnmálaferill Sigmundar Davíðs hófst.

Stóra fréttin var að Lionel Messi á líka félag á aflandseyju. Það skýrir hvers vegna hann var svona lélegur í leiknum á móti Real Madrid í gær - kaffihúsaumræðan kemur mönnum úr jafnvægi hvort heldur á Íslandi eða Spáni.


mbl.is Seldi hlutann degi fyrir breytingu á lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump og sirríar-marxismi: peningana heim í bóluna

Sjónvarpskonan góðlega Sirrí Arnardóttir skrifaði fésbókarfærslu sem Kvennablaðið gerir að frétt. Fyrirsögnin er Peningana heim og lykilsetningin er:

Peningar í skattaskjólum hafa ekki orðið til í tómarúmi óháð vinnu almennings, óháð auðlindum þjóðarinnar. Þetta eru peningar sem þjóðfélagið í heild sinni hefur átt þátt í að skapa. Og við þurfum þessa peninga heim í okkar banka, sjóði og samfélag.

Sirríar-marxismi er einföldun sem stendur á flugufæti. Peningar verða ekki til óháð vinnu, en þeir verða líka til með væntingum. Stundum er of mikið af peningum - þeir verða til vandræða og mynda bólur. Lífeyrissjóðir eiga ráðandi hlut í flestum stærstu fyrirtækjum landsins, en þeir eru einmitt afrakstur ,,vinnu almennings". Lífeyrissjóðir biðja aftur á móti um leyfi stjórnvalda að flytja peninga úr landi - til að draga úr bólumyndun í hagkerfinu. Samkvæmt sirríar-marxisma ætti peningur vinnandi fólks, þ.e. eigur lífeyrissjóðanna, að vera kjurrar hér á landi.

Fasteignaverð á Íslandi hækkar um tugi prósenta á nokkrum misserum. Á liðnu ári hækkaði hlutabréfamarkaðurinn hér um 35 prósent eða þar um bil. Hér er einfaldlega til of mikið af peningum. Engin ,,vinna almennings" stuðlaði að þessari verðmætaaukningu, heldur væntingar, öðru nafni spákaupmennska.

Donald Trump kann kannski ekki mannasiði en eitthvað kann hann fyrir sér í braski með hlutabréf og fasteignir. Trump segir bóluna í Bandaríkjunum brátt springa með tilheyrandi afskriftum peninga á mörkuðum. Háttvísari og greindari menn en Trump telja raunar peningahagkerfið eins og við þekkjum það í dag gengið sér til húðar.

Anatole Kaletsky segir kreppuna 2008 og viðbrögð við henni sýna kreppu sem ekki verði leyst nema með uppstokkun á hagkerfum með nýjum efnahagslegum grunnforsendum.

Sirríar-marxismi hjálpar lítið þegar kemur að hörðum efnahagslegum veruleika. En sirriar-marxismi er gott fóður fyrir kaffihúsaumræðuna á Íslandi. Þess vegna varð fésbókarfærslan að fréttagrein í fjölmiðli.

 

 

 


mbl.is Trump: Við sitjum á efnahagsbólu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egill, Bogi og kaffihúsaumræðan

RÚV er í vanda vegna herferðarinnar gegn forsætisráðherra, sem byggist ekki á fréttum heldur endurteknum ýkjum, hálfsannleik og handvali á heimildamönnum með ,,rétta" skoðun. Bogi Ágústsson, RÚV-maður til áratuga, var kallaður til vitnis í þætti Gísla Baldurssonar á RÚV, auðvitað, um það hvort fréttastofa RÚV hefði farið offari í málinu gegn forsætisráðherra.

Svar Boga er komið á Youtube og er svona: ,,Farðu bara á kaffihús, á mannamót. Um hvað er talað? Þá sérðu hversu stór frétt þetta er."

Bogi skilgreinir ekki frétt með þessum orðum heldur umræðu. Samkvæmt Boga á RÚV að taka þátt í umræðu á kaffihúsum. Og RÚV verður steinhissa þegar forsætisráðherra afþakkar að taka þátt í umræðu sem meira og minna er búin til af RÚV. Fréttastofa RÚV gerir frétt um sjálfa sig vegna málsins.

Kaffihúsaumræðan er komin á það stig að forsætisráðherra er líkt við Pútin forseta Rússlands og Íslandi við Norður-Kóreu. Og auðvitað koma spekingar RÚV, núna Egill Helgason, og enduróma kaffihúsaumræðuna.

Fjölmiðill sem stundar kaffihúsaumræðu er vitanlega ekkert merkilegri en maður sem situr á kaffihúsi og skrifar slúður á samfélagsmiðla upp úr kjaftaganginum í félögum sínum.


mbl.is Egill líkir Íslandi við Rússland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband