Helsjúkt RÚV: Gylfi í Guernsey og Villi trymbill

RÚV slćr upp á forsíđu viđtali viđ fyrrverandi viđskiptaráđherra, Gylfa Magnússon, sem segir aflandsvćđingu sýna ,,helsjúkt samfélag". Nú er ţađ á allra vitorđi ađ Gylfi er varaformađur í stjórn OR sem nýlega stofnađi aflandsfélag í Guernsey.

Áslaug Friđriksdóttir, sem einnig situr í stjórn OR, spyr Gylfa í fésbókarfćrslu:

Nú sitjum viđ Gylfi í sömu stjórn (OR) sem samţykkti fyrir ári síđan fyrir sitt leyti ađ stofna félag á Guernsey. Í ljósi ţess ađ stór orđ falla nú um helsjúkt ...samfélag finnst mér vanta nánari skýringar. Telur Gylfi sem sagt ekki ađ stjórnin hafi veriđ ađ taka ţátt í aflandsvćđingunni helsjúku međ samţykkt sinni? Eđa fćddist nýtt siđferđi í gćr?

Gylfi er kominn í sömu stöđu og Villi trymbill, gjaldkeri Samfylkingar og stjórnarmađur Kjarnans. Villi trymbill mótmćlir aflandsfélögum hástöfum á Austurvelli en á sjálfur slík félög. Gylfi segir samfélagiđ helsjúkt vegna aflandsfélaga en finnst ekkert athugavert ađ stjórn OR, ţar sem hann er varaformađur, stofni slíkt félag.

RÚV býr til úr orđum Gylfa hávađa sem ekki er innistćđa fyrir. Stjórnarandstađan apar eftir. Helsjúkt RÚV er vandamáliđ.   

 


mbl.is „Stödd í miđju bílslysi“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ađför RÚV ađ heimili Bjarna Ben.

RÚV laug upp frétt um ađ fjármálaráđherra ćtlađi sjálfum sér ađ verđa stjórnarformađur umsýslu ríkiseigna sem seldar verđa á markađi. Tilgangur fréttarinnar var ćsa til mótmćla viđ heimili Bjarna Benediktssonar.

Frétt RÚV var skrifuđ og hönnuđ međ ţađ í huga ađ valda hneykslan og reiđi. Eins og til var ćtlast tóku ađrir fjölmiđlar upp fréttina, Stundin til dćmis, og vitanlega hóf bloggher vinstrimanna upp raust sína. Birgitta Jónsdóttir leiđtogi Pírata var fengin til ađ fordćma fjármálaráđherra. Ţađ tók RÚV tćpan sólarhring ađ draga tilbaka lygafréttina. Á ţeim tíma var lygin endurtekin og bergmáluđ á ótal miđlum.

Mótmćli eru fyrirhuguđu viđ heimili fjármálaráđherra í Garđabć. Mótmćlin eru umdeild enda ráđist ađ einkalífi ráđherra og fjölskyldu hans. Lygafrétt RÚV var ćtlađ ađ vekja mótmćlalyst međ ţví ađ fréttin segir ráđherra ekki kunna ađ greina á milli einkahagsmuna og opinberrar stöđu sinnar. Ţar međ vćri komin réttlćting ađ mćta í Garđabć og mótamćla viđ heimili ráđherra.

RÚV starfrćkir ekki lengur fréttastofu sem segir frá tíđindum líđandi stundar. Í stađinn er komin ađgerđamiđstöđ sem hannar tilefni til mótmćla og veldur óreiđu og vantrausti í samfélaginu. RÚV er á framfćri almennings í landinu. Almenningi er illa ţjónađ međ ađgerđamiđstöđ í ţágu óreiđufólks.

 


mbl.is Ráđherra ekki stjórnarformađur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 28. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband