Þjóðin sammála Ólafi Ragnari - hafnar Austurvallarhávaða

Ólafur Ragnar Grímsson bauð sig fram á ný undir þeim formerkjum að óvissa og upplausn í kjölfar aðfarar RÚV að forsætisráðherra krefðist kjölfestu á Bessastöðum.

Könnun sem sýnir yfir 50 prósent fylgi við Ólaf Ragnar staðfestir að þjóðin er sammála greiningu forsetans á pólitískri stöðu mála.

Austurvallarhávaði á ekki upp á pallborðið hjá almenningi, sem kýs festu fremur en lausung.


mbl.is Ólafur með 52,6% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan tryggir atvinnu; evran atvinnuleysi og öfgar

Vegna krónu og fullveldis vex efnahagskerfið hér og veitir öllum atvinnu. Á evrusvæðinu er tíu prósent atvinnuleysi að meðaltali. Evran elur einnig af sér pólitískar öfgar, eins og Jeremy Warner rekur í Telegraph.

Warner veltir fyrir sér hvort Bretar eigi að yfirgefa sökkvandi skip ESB-ríkjanna. Í júní greiða Bretar þjóðaratkvæði um áframhaldandi aðild að ESB.

Samkvæmt skoðanakönnunum eru fylkingarnar jafnar. Fari svo að aðild verði ofan á yrði það ekki vegna evru. Bretar telja betra að eiga hlut að máli þegar undið verður ofan af ESB-verkefninu. Afþakki Bretar aðild óttast/vonast margir til að ESB liðist í sundur fyrr en seinna.


mbl.is Atvinnuleysi lækkar í 3,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump í Austurríki - veröld sem var vinstrimanna

Forsetaframbjóðandi Frelsisflokksins í Austurríki, Nor­bert Hofer, er þarlend útgáfa af Donald Trump forsetaefnis í Bandaríkjunum. Báðir koma þeir af hægri væng stjórnmálanna en tala fyrir hagsmunum launþega.

Vinstrimenn hafa yfirgefið almenna launþega og hagsmuni þeirra en staðsetja sig pólitískt með háskólamenntaðri sérfræðistétt sem alltaf er sannfærð um réttmæti skoðana ráðandi afla.

Ráðandi öfl vildu gera fríverslunarsamning milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Í þeim samningi féllust í faðma tæknikratar í Brussel og demókratar í Washington. Stórfyrirtæki græddu mest á slíkum samningi oft á kostnað launþega og fullveldi þjóðríkja.

Hægrimaðurinn Nor­bert Hofer segist ekki myndi skrifa undir fríverslunarsamning ESB og Bandaríkjanna yrði hann forseti, jafnvel þótt austurríska þingið samþykkti samninginn. Hann tæki sem sagt Ólaf Ragnar á málið og vísaði því í þjóðaratkvæði.

Donald Trump keyrir kosningabaráttu sína á líkum nótum. Málflutningur Trump er ættaður frá vinstrimönnum sem einu sinni báru hag launþega fyrir brjósti. Fríverslunarsamningar sem flytja bandarísk störf suður á bóginn til láglaunasvæða í Mexíkó eru ekki í þágu bandarískra hagsmuna, segir Trump.

Hægrimenn, eins og Hofer og Trump, njóta stuðnings almennra launþega sem óttast að missa störfin til útlanda og keppa um húsnæði við innflytjendur. Vinstrimenn eru á hinn bóginn í pólitík útópíunnar þar sem Brussel og alríkið vakir yfir velferð múslíma jafnt sem kristinna og allir lifa í sátt í allsnægtum.


mbl.is Hægrimenn sigra í Austurríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband