Óreiðufólkið segir skilið við samfélagið

Stjórnarskráin kveður á um ,,friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu." Óreiðufólkið sem undanfarið gerir hávaða á Austurvelli hyggst efna til mótmæla við heimili fjármálaráðherra. Í anda hryðjuverkasamtaka hótar óreiðufólkið aðför að heimilum annarra ráðherra. Samkvæmt Eyjunni

Kröfurnar eru þær að ríkisstjórnin segi af sér og mynduð verði utanþingsstjórn. Þá verði sett dagsetning á kosningar, ekki síðar en 10. september. Verði ríkisstjórnin ekki við þessum körfum verði mótmælt við heimili Bjarna klukkan 19 þann 1. maí næstkomandi.

Liðsmenn óreiðufólksins eru klofnir í afstöðunni til mótmælanna. Meðal þeirra sem andæfa þeim eru formaður Samfylkingar og Guðmundur Andri Thorsson. Aðrir taka undir.

Óreiðufólkið er ekki einn heilsteyptur hópur manna. Trúlega köstuðu hvorki Árni Páll né Guðmundur Andri eggjum á alþingishúsið fyrr í mánuðinum, þegar mótmælahrinan hófst. En eins og jafnan í pólitískri upplausn ráða þeir ferðinni sem ,,er mest vilja í gegn gangast", svo notað sé orðfæri Þorgeirs Ljósvetningagoða fyrir þúsund árum.

Aðför að heimilum fólks er aðför að samfélagi okkar.


Óttar gleymdi Garðari

Svíar ollu Íslendingum löngum búsifjum og gera enn, eins og Óttar Guðmundsson rekur í pistli. Fjandskapur Svía byrjar fyrir landnám. Útsendari þeirra reyndi að festa landinu lítilmótlegt nafn sem engin ærleg þjóð gæti kennt sig við. Samkvæmt Landnámu

Maður hét Garðar Svavarsson, sænskur að ætt; hann fór að leita Snælands að tilvísan móður sinnar framsýnnar. Hann kom að landi fyrir austan Horn hið eystra; þar var þá höfn. Garðar sigldi umhverfis landið og vissi, að það var eyland.[...] Eftir það var landið kallað Garðarshólmur...

Svíar reyndu í öndverðu að gera úr okkur Garðarshólmara. Svei þeim.

 

 


Katrín og frekjuvandi vinstrimanna

Katrín Jakobsdóttir krossleggur hendur með mæðusvip á ljósmyndinni af fundi stjórnarandstöðunnar með leiðtogum stjórnarflokkanna í stjórnarráðinu. Formaður Vinstri grænna gaf frá sér forsetaframboð, ekki síst vegna áskoranna vinstrimanna um að þá vantaði leiðtoga á alþingi.

Kosningar í október útiloka að vinstrimenn nái saman um eitt framboð. Sáralitlar líkur eru á kosningabandalagi með Pírötum sem fiska á sömu grunnmiðum og vinstriflokkarnir. Alþýðuflokkurinn, afsakið, Samfylkingin, heldur landsfund í sumar til að velja formann sem mun ráða því hvoru megin við tíu prósentin fylgið verður í haust. Björt framtíð berst fyrir lífi sínu og nær tæplega fimm prósent.

Allt frá lýðveldisstofnun berjast vinstrimenn við frekjuvanda, sem lýsir sér í því að meginfylkingar þeirra ala með sér andstyggð hvor á hinni. Ómar Ragnarsson rifjar upp litla dæmisögu frá áttunda áratugnum þegar Gvendur jaki gat ekki fagnað kosningasigri Alþýðubandalagsins vegna þess að 'kratahelvítin' fengu jafnmarga þingmenn.

Á bakvið frekjuvandann er pólitískur veruleiki. Sósíalistar á Íslandi eru að upplagi róttækir framsóknarmenn. Við lýðveldisstofnun voru Einar Olgeirsson og félagar harðir þjóðernissinnar á meðan Alþýðuflokkurinn vildi ekki skera á tengslin við Danmörku. Kratar lufsuðust til að stofna lýðveldi þvert gegn sannfærinu sinni. Alveg eins og Vinstri grænir samþykktu þvert gegn vilja sínum að sækja um aðild að Evrópusambandinu 2009.

Umsókn Samfylkingar um ESB-aðild er óuppgerð. Samfylkingin neitar að læra af þeim mistökum, það hyggi of nærri kratahjartanu.

Eini möguleiki vinstriflokkanna á árangri er að stjórnarflokkarnir klúðri málum hressilega. Sjálfstæðisflokkurinn gaf færi á stórsigri vinstriflokkanna 1979 með frjálshyggjutilraun ,,leiftursókn gegn lífskjörum." Önnur tilraun með frjálshyggju endaði með hruninu 2008 og skóp ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir árið eftir.

Trúlausir vinstrimenn leggjast á bæn og biðja þess að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar verði á stórkosleg handvömm. Mæðusvipurinn á Katrínu Jakobsdóttur vekur ekki vonir um bjarta tíð vinstrimanna.


mbl.is Kosningar í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband