Óttar og fallin sjálfsábyrgð

Óttar Guðmundsson geðlæknir gagnrýndi í viðtali sjúkdómavæðinguna, einkum þann hluta sem snýr að andlegu heilbrigði. Skilaboð samfélagsins, í fjölmiðlum og á fésbókum, er að við eigum öll að eiga hamingjuríkt líf með endalausum skemmtilegum atvikum og miðla með sjálfsmyndum á fésinu.

Þeir sem eiga misjafna daga eru með böggum hildar og finnst samfélagið skulda sér hamingju. Ef ekki vill betur er hægt að ýkja vansældina og fá fjölmiðil að taka við sig viðtal og fá þannig frægð í einn dag eða yfir helgl. Frægð er þrátt fyrir allt ein tegund hamingju.

Niðurbrot á veggnum sem aðskilur einkalíf frá opinberum vettvangi fóstrar þá hugmynd að maður sjálfur ber ekki ábyrgð á eigin lífi heldur samfélagið. Niðurfelling sjálfsábyrgðar ýtir undir þann skilning að aðrir en maður sjálfur gefi lífinu tilgang. Og þá er illt í efni. Einstaklingur sem fær lífshamingjuna frá hinu opinbera er ekki lengur sjálfráða.

 


Hugsjón ekki í forgang er merkingarleysa

Áfengisfrumvarp, sem myndi færa áfengi inn í matvöruverslanir, er ,,ekki forgangsmál heldur hugsjónamál," segir þingmaðurinn að baki frumvarpinu.

Hugsjón í stjórnmálum er sannfæring um hvernig samfélagsmálum skuli skipað. Af sjálfu leiðir eru hugsjónamál í forgangi.

Að segja áfengisfrumvarp hugsjón án forgangs er merkingarleysa. Áfengisfrumvarpið er í raun sérviska - og ætti ekki undir nokkrum kringumstæðum að ná fram að ganga.  


mbl.is Óvíst með áfengisfrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðlátlegt hatur Vilhjálms á Framsókn

Framsóknarflokkurinn var sigurvegarinn í Icesave-málinu og líklegri til að ná árangri í samskiptum við erlenda kröfuhafa en Sjálfstæðisflokkurinn. Það er meginskýring kosningasigurs Framsóknarflokksins 2013.

Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins útilokuðu að flokkurinn fengi forsætisráðuneytið í hallarbyltingu RÚV í byrjun apríl. Hallarbyltingunni var stefnt gegn aflandseyingum og þar voru Engeyingar og Nordalar.

Góðlátlegt hatur Vilhjálms Bjarnasonar á Framsóknarflokknum verður að skýra með hvernig komið er fyrir jaðarhópi innan Sjálfstæðisflokksins, sem Vilhjálmur tilheyrir, og heitir samfylkingardeildin.


mbl.is „Smáflokkur með mikilmennskubrjálæði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan er alvöru gjaldmiðill, evran ekki

Kreppan í Evrópu er svo djúp og víðtæk að seðlabanki evrunnar íhugar að breyta gjaldmiðlinum í spilapeninga sem dreift verður til almennings með þyrlu. Þjóðverjar kalla fyrirbærið ,,Helikopter-Kapialismus" sem muni breyta leikreglum efnahagslífsins.

Ókeypis peningar af himnum ofan leiða vitanlega til þess að meginhvati efnahagskerfisins hættir að virka. Enginn veit hverjar afleiðingarnar verða en nú þegar er bólumyndun á fasteignamarkaði og í verðbréfum. 

Íslenska krónan, á hinn bóginn, er alvöru gjaldmiðill sem ber vexti og þjónar tilgangi sínum, sem er að endurspegla efnahagsleg verðmæti.


mbl.is Undirstöður stöðugleika styrkjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband