Þrjú fjölmiðlaframboð til forseta

Guðni Th. Jóhannesson var búinn til sem forsetaframbjóðandi af RÚV í byrjun mánaðar. Framboðið er aukaafurð aðfararinnar að forsætisráðherra.

Ólafur Ragnar Grímsson er með 365 miðla á bakvið sig allt frá 2004 þegar hann bjargaði fyrirtækinu frá fjölmiðlalögum.

Inn í þessa jöfnu vantar framboð Morgunblaðsins.

 


mbl.is Guðni Th.: Fyrsta sem ég sá var Ólafur Ragnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðæri í landinu, hallæri í pólitík

Fræg setning úr bandarískum stjórnmálum ,,it is the economy, stupid" á ekki við um Ísland þessi misserin. Efnahagur þjóðarinnar batnar jafnt og þétt allt kjörtímabilið en samt ríkir hallæri í pólitíkinni.

Án stórbreytinga í stjórnmálum fyrir næstu þingkosningar er hætt við að pólitísk óreiða leiði okkur í efnahagslegt öngþveiti. Vandinn er að góðærið, sem nú ríkir, á sér engin pólitískan bakhjarl.

Undir eðlilegum kringumstæðum nyti sitjandi ríkisstjórn góðærisins. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ætti að fá byr í seglin en sætir andstreymi. Erfiðleikar ríkisstjórnarinnar að njóta sannmælis stafa af almennu vantrausti í garð stjórnmála.

Traust í stjórnmálum vex best næst botni. Það sást greinilega á mótmælum á Austurvelli i byrjun mánaðar. Vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórninni skaut Ólafi Ragnari upp á stjörnuhimininn í mælingu á trausti. Forsetinn nýtti sér aðstæður og ákvað að bjóða sig fram til endurkjörs.

Þjóðin stendur frammi fyrir tvennum kosningum næstu misserin. Í sumar verður kosinn forseti og í síðasta lagi vorið 2017 fara fram þingkosningar. Leið stjórnarflokkanna að árangri í þingkosningunum liggur í gegnum forsetakosningarnar.

Eftir því sem forsetakosningarnar verða pólitískari verður meiri eftirspurn eftir stöðugleika í þingkosningunum. Stjórnarflokkarnir eru framboð stöðugleika, eðli málsins samkvæmt.

Við tökum litla áhættu með pólitískum forsetakosningum. Bessastaðir stjórna ekki efnahagskerfinu.


mbl.is Besta staða frá stríðslokum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband