RÚV gerir frétt um fýluna út í Sigmund Davíð

RÚV stendur fyrir herferð gegn forsætisráðherra. RÚV handvelur viðmælendur til að hallmæla forsætisráðherra og ganga sumir töluvert langt, eins og Svandís Svavarsdóttir - en RÚV birtir. Þegar viðmælendur eru á annarri línu en fréttastofa RÚV eru orð þeirra afflutt og verða þeir að birta leiðréttingu, líkt og Brynjar Níelsson.

Þegar forsætisráðherra birtir texta um málefni sem er til umræðu dundar RÚV sér við að finna aukaatriði til að slá upp sem frétt.

Á meðan RÚV hagar sér eins og almannatengill stjórnarandstöðunnar er ekki ástæða fyrir forsætisráðherra að ræða við fréttastofuna. Forsætisráðherra er vitanlega frjálst að ræða við hvaða fjölmiðil sem er eða sleppa því. Fjölmiðlar í ,,umræðunni" þjóna ekki merkilegra hlutverki en bloggsíður og samfélagsmiðar.

RÚV tiltekur í hverjum fréttatíma á fætur öðrum að forsætisráherra tali ekki við féttastofuna. Nú síðast gerir RÚV sérstaka frétt um að fréttamenn RÚV séu fýldir út í forsætisráðherra.

Fréttin er með kostulegri fyrirsögn: Skýrir ekki af hverju hann talar ekki við RÚV.

RÚV krefst skýringa á því sem öllum öðrum er augljóst. Forsætisráherra hefur ekkert við RÚV að tala. Og það eru ekki tíðindi heldur fullkomlega skiljanleg viðbrögð við aðgerðafréttamennskunni á Efstaleiti.

 

 


Valdið í umræðunni, 500 manns sem ekki eru þjóðin

Hugtakið ,,umræðan" er iðulega notað um stjórnmálaumræðu. Með ,,umræðunni" (orðið er oftast notað með ákveðnum greini) er gefið til kynna almenningsálitið sé með þessa eða hina skoðunina í það og það skiptið. Þetta er blekking. Þjóðin er einatt víðs fjarri.

,,Umræðan" er i raun og veru fjölmiðlar, samfélagsmiðlar auk stjórnmálastéttarinnar, sem eru starfandi stjórnmálamenn og viðhengi þeirra. Almenningur kemur fyrst til sögunnar þegar þeir sem hafa frumkvæðið í ,,umræðunni" á hverjum tíma ná út fyrir þann hóp tekur þátt í henni.

Um 500 manns taka þátt í ,,umræðunni" á hverjum tíma. Auk stjórnmálamanna eru það blaðamenn, bloggarar og sérfræðingar í háskólum og hagsmunasamtökum.

Völdin í ,,umræðunni" á hverjum tíma eru hjá þeim hópi sem finnur stóran samnefnara til að fylkja sér um og hrífa með sér einhvern hluta almennings.

Stundum tekst að virkja nýja bandamenn. Í ,,umræðunni" um Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra tókst að virkja bæði umboðsmann alþingis og ríkissaksóknara. Það bandalag leiddi til afsagnar Hönnu Birnu. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar reynir að endurvekja þetta bandalag með því að kalla til umboðsmann alþingis í ,,umræðunni" um aflandsfélög og ráðherra ríkisstjórnarinnar.

,,Umræðan" er sumpart lýðræðislegur vettvangur til skoðanaskipta og stefnumótunar. En hún er einnig valdabarátta um forræðið í samfélaginu. Meðölin sem notuð er í ,,umræðunni" eru oft hálfsannleikur, ýkjur og blekkingar ef ekki hrein og klár lygi.

Einhverjum kann að finnast ,,umræðan" óvægin og á köflum óþverraleg. En þá er rétt að hafa í huga að ,,umræðan" er til muna skárri kostur en valdbeiting.


mbl.is Þingrofstillögunni vísað frá?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétturinn til að berja eiginkonuna og drepa systur sína

Í samfélagi meðal okkar er hópur manna sem berst fyrir aldalangri siðvenju að karlar berji eiginkonur sínar án afskipta ríkisvaldsins og þeir haldi þeim rétti að mega drepa systur sínar - sé heiður fjölskyldunnar í veði.

Hópurinn sem berst fyrir þessum rétti er formlegur, skipaður af ríkisstjórn viðkomandi þjóðríkis, heitir Ráð múslímskrar hugmyndafræði, og starfar í Pakistan.

Meðal annarra krafna Ráðs múslímskrar hugmyndafræði er réttur karla til að eignast stúlkur undir lögaldri sem eiginkonur, kallað barnaníð á vesturlöndum, og rétturinn til að taka sér eiginkonu númer tvö og þrjú án þess að spyrja þær sem fyrir eru í hjónasænginni.

Pakistanski rithöfundurinn Mohammed Hanif gerir grein fyrir Ráði múslímskrar hugmyndafræði í pistli í New York Times.

Múslímar í Danmörku fylgja sömu línu og trúbræður þeirra í Pakistan. Í sjónvarpsþáttum í TV 2, þar sem múslímaklerkar voru myndaðir leynilega, ráðleggja þeir dauðarefsingu við afneitun á múslímatrú, framhjáhaldi og vanvirðingu föstunnar.

Múslímar, hvort heldur á vesturlöndum eða öðrum heimsálfum, eiga í nokkrum vandræðum með að aðlagast veraldarhyggju, sem gerir ráð fyrir að trú sé einkamál. Múslímar eru upp til hópa þeirrar skoðunar að trú sé aðferð samfélagsins til að halda uppi aga - og forréttindum gamalla karla.

 


Bloggfærslur 2. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband