Pólitíkin þarf að breytast, ekki samfélagið

Á Íslandi ríkir ekki byltingarástand, nema kannski á alþingi og meðal virkra í athugasemdum. Engin krafa er uppi í samfélaginu um gerbreytt Ísland. Austurvallarmótmæli síðustu daga eru fáfengileg; kosningar strax, heimta mómælendur, en ekki eftir sex mánuði. Eins og það sé lausn á einhverjum vanda.

Ríkisstjórn vinstriflokkanna, 2009-2013, reyndi að breyta Íslandi. ESB-aðild og ný stjórnarskrá áttu skila okkur breyttu samfélagi. Vinstriflokkarnir voru gerðir afturreka í kosningunum 2013, guldu þar meira afhroð en dæmi eru um hjá stjórnarflokkum í gervallri Vestur-Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar.

Formannsframbjóðandi Samfylkingar, Magnús Orri Schram, virðist átta sig á að stjórnmálakerfið steytti á skeri. Hann talar um óheiðarleika gömlu Samfylkingar og vill að stjórnmálamenn taki sér taki.

Það væri ágætis byrjun.

 

 


Katrín: vinstriflokkar þurfa leiðsögn grasrótarinnar

Formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, biður um leiðsögn grasrótarinnar við að endurhanna vinstriflokkana. Síðasta endurhönnun vinstrimanna var gerð fyrir 15 árum, þegar Vinstri grænir og Samfylking urðu til.

Játning Katrínar kemur í kjölfar viðurkenningar formannsefnis Samfylkingar um að vinstriflokkarnir verði að snúa baki við óheiðarlegum stjórnmálum.

Hreinskilni Katrínar er virðingarverð. Hún viðurkennir að forystufólk vinstriflokkanna viti ekki hvað kjósendur vilja. Síðast þegar kjósendur voru spurði vildu 10,9 prósent Vinstri græna en 12,9 prósent Samfylkinguna.

Katrínu verður ekki að ósk sinni. Grasrótin er ekki í stakk búin að veita leiðsögn. Á tímum samfélagsmiðla er hægt að kalla fólk til funda, bæði á Austurvelli og Iðnó, en þeir fundir auglýsa i mesta lagi hvað fólk vill ekki.

Það er ekki hægt að búa til ný framboð með mótmælum. Ný framboð verða að byggja á pólitískri greiningu um hvaða úrbóta sé þörf annars vegar og hins vegar sannfærandi stefnu um hvernig skuli haga landsstjórninni.

Grasrótin kann að mótmæla en er ófær um að móta pólitíska stefnu. Til þess eru stjórnmálaflokkar, sem eru á framfæri almennings, - sem er ekki aðeins grasrótin heldur allt túnið.


Forseti alþingis verði forseti lýðveldisins

Einar K. Guðfinnsson hélt alþingi á floti þegar stjórnarandstaðan og virkir i athugasemdum reyndu að sökkva málstofu þjóðarinnar. Einar kemur fram af hógværð og vekur tiltrú og traust.

Einar er maðurinn sem við þurfum á Bessastaði. Og þótt hann sjálfur segist best geymdur í vík milli vestfirskra fjalla þarf túnið á Álftanesi húsbónda sem kann til verka.

Einar hlýtur að endurskoða afstöðu sína og taka að sér verkefni sem er sniðið fyrir hann.


mbl.is Einar K. hættir eftir kjörtímabilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband