Stjórnarandstaðan lamar störf alþingis

Stjórnarandstaðan stundar málþóf til að lama störf þjóðþingsins. Rétta svarið við málþófinu er að leyfa misnotkun stjórnarandstöðunnar í nokkra daga eða vikur, ef það þarf til.

Í maí verður ríkisstjórnin búin að leggja fram þau frumvörp sem talið er brýnt að verði samþykkt áður en gengið er til kosninga í haust.

Ef stjórnarandstaðan heldur áfram málþófinu mun það koma henni í koll. Stjórnarandstaðan verður komin í það hlutverk að seinka kosningum sem þó er höfuðkrafan.

Málþóf á alþingi gerir það eitt að auglýsa málefnafátækt stjórnarandstöðunnar.


mbl.is Vildu gera hlé á þingfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískt heitt sumar: tvennar kosningar á 4 mánuðum

Við kjósum forseta í sumar og þingkosningar verða varla seinna en í október. Sumarið er að jafnaði tíminn til að íhuga í rólegheitum veturinn og skipuleggja þann næsta.

Sumarið 2016 verður óvenjulegt. Umrótið sem fylgir forsetakosningum er ekki sjatnað þegar undirbúningur undir þingkosningar kemst á fulla ferð hjá stjórnmálaflokkunum.

Undiraldan í samfélaginu vegna tvennra kosninga á stuttum tíma heldur lifandi umræðunni sem annars leggst í dvala sumarlangt. 


Fitch varar við Pírötum á Íslandi

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings segir aukna óvissu í efnahagsmálum á Íslandi sökum þess að Píratar mælast með stóraukið fylgi í könnunum.

Píratar eru ekki með neina reynslu af stjórnun, þeir eru ekki með neina heildstæða stefnu í efnahagsmálum og eru í grunninn mótmælahreyfing sem finnst að lýðræðið eigi heima hjá virkum i athugasemdum á Austurvelli.

Píratar eru núna þriggja manna þingflokkur. Þeir urðu að ráða til sín sálfræðing vegna þess að sundurlyndi einkennir samstarfið.

Ríkisstjórn Pírata yrði uppskrift að óstöðugleika í stjórnarfari og óreiðu í ríkisfjármálum.


mbl.is Aukin óvissa segir Fitch Ratings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband