Stjórnleysi vex, fylgi Pírata minnkar - næsta ríkisstjórn

Þjóðin þolir ekki stjórnleysi og refsar þeim sem auka óreiðuna. Vinstri grænir stækka í pólitíska umrótinu eftir afsögn forsætisráðherra en fylgi Pírata minnkar. Þetta sýna skoðanakannanir.

Vinstri grænir skarta formanni sem ekki elur á sundrungu á meðan Píratar tala fyrir óreiðupólitík.

Kosningabarátta fyrir næstu þingkosningar þjófstartaði með yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þrír flokkar eru í góðum færum. Ríkisstjórnarflokkarnir báðir, enda geta þeir látið verkin tala. Í stjórnarandstöðunni er aðeins einn flokkur sem á raunhæfa möguleika að gera sig gildandi, Vinstri grænir.

Samfylkingin flokkur sundurlyndis, ásamt Pírötum. Samfylkingin stendur frammi fyrir aukalandsfundi í sumar og engar líkur að flokkurinn nái vopnum sínum.

Vinstri grænir gætu átt aðild að næstu ríkisstjórn, spurningin er hvort það verði tveggja eða þriggja flokka stjórn.


mbl.is Engin hótun í tímasetningu kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Teljaralýðræði á Bessastaði? Nei, takk

Þegar ákveðið var að Sigurður Ingi Jóhannsson yrði nýr forsætisráðherra, eftir að RÚV, Kastljósþáttur og mótmæli á Austurvelli leiddu til þess Sigmundur Davíð vék úr embætti, sögðu margir: við vildum ekki Sigurð Inga.

Sem er eflaust laukrétt. Fólk fór ekki á Austurvöll til að fá þennan eða hinn sem forsætisráðherra, heldur til að mótmæla fjármálum forsætisráðherra sem kom illa út úr sænsk-íslenskri fyrirsát í ráðherrabústaðnum. En enginn veit neitt umfram það hvað mótmælendur vildu.

Mótmælin á Austurvelli voru birtingarform teljaralýðræðis. Kjánaprik á sjötugsaldri í fréttasetti RÚV spurðu fréttamann á staðnum: er margmennt á Austurvelli? Þegar frá leið tóku fréttabörn við og sögðu ,,það er bylting."

Teljaralýðræði er þegar aðgerðasinnar boða til mótmæla og hafa í hendi teljara sem eiga að upplýsa fjölda mótmælenda. Engin viðurkennd aðferðafræði er notuð og engin leið er til að sannreyna fjöldann. Þegar maður kaupir eitt kíló af kjötfarsi í búð vill maður magnið samkvæmt viðurkenndri mælingu en ekki það sem kaupmanninum finnst hæfilegt. ,,Mældu rétt," var viðkvæði dönsku einokunarkaupmannanna þegar þeir seldu Íslendingum úldið mjöl, naumt skammtað.

Þeir sem hafa mælt flatarmál Austurvallar og dregið frá styttuna af Jóni Sigurðssyni og gróðurrunna, segja að í kringum fimm til sjö þúsund manns komist á svæðið, sé gert ráð fyrir í kringum einn fermetra á mann. Teljararnir á Austurvelli á mánudag sögðust hafa talið 20 til 22 þúsund manns. Þetta er skáldskapur aðgerðasinna og í takt við fréttahönnunina sem hratt úr vör atburðarásinni.

Andstæða teljaralýðræðis er stjórnskipulagt lýðræði. Skúli Magnússon útskýrði í Morgunblaðsgrein hvað það þýðir:

Það er grundvallaratriðið í lýðræðishugtaki íslenskrar stjórnskipunar að helstu valdastofnanir hafi lýðræðislegt umboð með því að í þær er skipað til ákveðins tíma með kosningum sem fram fara á grundvelli skýrra leikreglna þar sem miðlun upplýsinga, virk umræða og jafnræði á að vera tryggt. Þannig er kosið til Alþingis á fjögurra ára fresti, svo sem flestir vita, og sitjandi ríkisstjórn verður að njóta stuðnings eða a.m.k. hlutleysis þingsins.

Teljaralýðræðið á Austurvelli myndi gera lýðveldið stjórnlaust. Sérfræðingur í teljaralýðræði er ekki heppilegasti maðurinn til að verða forseti lýðveldisins. Jafnvel þótt hann fái blessun RÚV.

 

 


mbl.is Forsetaefni afsprengi pólitísks umróts?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk stjórnmál eru einstök

Stórar stjórnmálakenningar, til dæmis frjálshyggja og marxismi, kenna altækar lausnir á sértækum vanda. Hvarvetna sem slíkar kenningar eru reyndar verður útkoman ólík. Marxismi í Sovétríkjunum var annar en í Kína og á Kúbu. Frjálshyggja í Chile var ekki sú sama og í Nýja-Sjálandi.

Þegar altækar stjórnmálakenningar mæta staðbundnum aðstæðum verður til útfærsla á pólitík sem dregur dám af hvorutveggja.

Af þessu leiðir eru íslensk stjórnmál ein sinnar tegundar, rétt eins og færeysk stjórnmál eru einstök og íröksk einnig. Samt má finna samnefnara. Fjölskyldu- og ættartengsl skipta máli á Íslandi, Færeyjum og í Írak; trúmál sömuleiðis í Færeyjum og Írak.

Altækar stjórnmálakenningar skýra sjaldnast einkenni stjórnmála samfélaga. Það verður að grípa til sértækari hugtaka. Á Íslandi eru til dæmis öll stjórnmál einhver útgáfa af framsóknarpólitík.

 


mbl.is Stjórnmál á Íslandi eru ekki einstök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband