Ţúkýdídes í Sýrlandi - vanmáttur vesturlanda

Vald í stríđi og friđi var fyrst skilgreint af Ţúkýdídes, sem skrifađi um deilur Aţenu og Spörtu á dögum Pelsópseyjarstríđsins. Bókin er til í íslenskri ţýđingu Sigurjóns Björnssonar.

Í Meleyjarţćtti segir af herför Aţenumanna. Aţenumenn stilla eyjarskeggjum upp viđ vegg: annađ hvort gefast ţeir upp, gjalda Aţenu skatt og verđa ţeirra bandamenn eđa ađ Meleyingum verđi gjöreytt.

Meleyingar taka ţann kost ađ veđja á stríđsgćfuna og tapa; ţeim er tortímt.

Assad Sýrlandsforseti býđur andstćđingum sínum upp á sömu kjör; gefast upp eđa deyja. Međ kaldrifjađri hörku og stuđningi frá Rússum og Íran sćkir her Assads fram gegn uppreisnarmönnum, er njóta stuđnings Bandaríkjanna og Nató.

Guardian segir frá ţrem ţorpum á valdi uppreisnarmanna er voru yfirgefin af ótta viđ loftárásir Rússa. Af fréttinni ađ ráđa virtust ţorpsbúar hlynntir uppreisnarmönnum en sáu ţann kostinn vćnstan ađ biđja ţá ađ yfirgefa vettvang áđur en rússneskar hervélar tortímdu byggđinni fyrir hönd Assad.

Vesturlönd geta ekki háđ hernađ á sömu forsendum og Assad og Rússar og Íranar. Almenningur heldur Bandaríkjunum og Nató viđ önnur siđagildi en ţau sem múslímar og Rússar fylgja.

Vesturlönd gera ekki annađ en ađ auglýsa vanmátt sinn í miđausturlöndum. Innrásin sem hleypti öllu í bál og brand, Íraks-innrás Bandaríkjanna og Nató áriđ 2003, átti ađ sýna styrk vesturlanda en gerir ţveröfugt.

Styrkur, kenndi Ţúkýdídes, er takmarkalaus valdbeiting. Vesturlönd ćttu ađ láta sér nćgja sjálfsvörn en ekki valdeflingu á framandi slóđum.  

 

   


mbl.is Sökuđ um „gjöreyđingu“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sterkir leiđtogar ţegar miđjan hrynur

Pólitíska miđjan er hrunin, bćđi í Bandaríkjunum og Evrópu. Sterkir leiđtogar fylla upp í tómarúmiđ sem miđjan skilur eftir sig. Vangeta stjórnmálaelítunnar ađ mćta áhyggjum almennings um aukna misskiptingu auđs og múslímavćđingar er meginástćđa hruns miđjunnar.

Jacek Rostowski, fyrrum utanríkisráherra Póllands, skrifar um eftirspurnina eftir sterkum leiđtogum. Í Aftenposten er samantekt um efnahagslegar og pólitískar forsendur sterkra leiđtoga.

María Le Pen leiđtogi Front National er ein útgáfa af ţessum sterku leiđtogum. Hótanir múslímskra hryđjuverkasamtaka gera ekki annađ en ađ auka eftirspurnin í Frakklandi eftir Maríu, en fyrirmynd hennar er Jóhanna af Örk - annar sterkur leiđtogi sem franska ţjóđin lyfti á stall á tvísýnum tímum.  


mbl.is Front National helsta skotmark Ríkis íslams
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Svanur kennir Pírötum Machiavelli

Ungt fólk nennir ekki ađ kjósa, segir Svanur Kristjánsson prófessor í stjórnmálafrćđi, og víst er ţađ satt og rétt hjá honum.

En prófessor Svanur, sem er Pírati, vill engu ađ síđur ađ fá sinnulausa fólkiđ á kjörstađ til ađ kjósa róttćklingana í Pírötum ađ breyta Íslandi.

Mótsögnin, ađ sinnulausir kjósendur breyti stjórnskipun landsins, er ekkert ađ ţvćlast fyrir Svani. Píratinn Svanur nálagst valdiđ eins og Machiavelli.


Píratar bođa stjórnleysi

Stjórnmál á landsvísu ganga ţannig fyrir sig ađ ekki skemur en á fjögurra ára fresti leggja ţingmenn á alţingi gerđir sínar fyrir dóm almennings. Í kosningum gefst ţjóđinni tćkifćri ađ skipta út meirihluta á alţingi, nokkuđ sem hún gerir reglulega.

Á milli kosninga er ćtlast til ţess ađ meirihlutinn á alţingi skapi stjórnfestu sem samfélagiđ og opinberar stofnanir ţurfa á ađ halda til ekki ríki stjórnleysi.

Píratar eru yfirlýstir andstćđingar stjórnfestu og vilja stjórnleysi. Píratar ćtla ađ bylta stjórnskipuninni međ nýrri stjórnarskrá. Reglulegar ţjóđaratkvćđagreiđslur komi í stađ ţingkosninga sem afgerandi ţáttur stjórnmálanna.

Enginn meirihluti verđur til í stjórnskipulagi Pírata, ađeins síkvikt múgrćđi sem vill eitt í dag og annađ á morgun. Litlar klíkur hingađ og ţangađ um samfélagiđ munu keppast um ađ finna stćrsta samnefnarann hverju sinni en almenningur verđur afhuga og kosningaţátttaka minnkar.

Eftir upplausnarástand Pírata kemur krafa um sterka leiđtoga sem sjái til ţess ađ fólk fái friđ fyrir stjórnmálum.


mbl.is „Óábyrgt ađ fara frá borđi“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 8. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband