Rússar kljúfa Nató

Rússar gefa til kynna að þeir séu tilbúnir að styðja Kúrda til sjálfstæðs ríkis. Til að svara Rússum verða Bandaríkin að sýnast hliðhollir Kúrdum.

Nató-þjóðin Tyrkland telur kröfur Kúrda um sjálfstætt ríki ógna þjóðaröryggi sínu. Í stríðinu í Sýrlandi styðja Tyrkir alla sem stríða við Kúrda - jafnvel öfgahópa eins og Ríki íslams.

Bandaríkin eru á fallanda fæti í miðausturlöndum. Aðalbandamaður þeirra í heimshlutanum, fjölskylduríkið Sádí Arabía, sýnir veikleikamerki. Bandaríkin þora ekki að missa velvild Kúrda en gætu tapað Tyrkjum komi þeir til móts við Kúrda.

Pútín Rússlandsforseti er með frumkvæðið á skákborði alþjóðastjórnmála um þessar mundir.


mbl.is Vestrið velji Tyrkland eða Kúrda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðtrygging skiptir ekki máli - í engri verðbólgu

Verðtrygging skiptir ekki máli þegar verðbólga er lítil sem engin. Komi verðbólguskot hækka verðtryggð lán, sem nær eingöngu eru langtímalán, og afborgarnir hækka.

Verðtrygging verður ekki til umræðu í kosningabaráttunni ef verðbólgan er lág.

Framsóknarflokkurinn ætti ekki að hafa áhyggjur af umræðu um verðtrygginu ef ríkisfjármálin eru í lagi og þensla valdi ekki verðbólgu.


mbl.is Framsókn hefur „miklar áhyggjur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draugur nasista vaknar í Þýskalandi

Innviðir Þýskalands eru við það að brota vegna flóttamannastraums frá múslímaríkjum í miðausturlöndum og Norður-Afríku. AfD-flokkurinn, sem stofnaður var til höfuðs ESB, er orðinn að heimili þeirra sem andsnúnir eru múslímavæðingu Þýskalands.

AfD mælist með 12 prósent fylgi og aldrei fengið jafn mikinn byr í seglin. Leiðtogi flokksins, Frauke Petry, sagði að nota ætti vopna til að stöðva flóttamannastrauminn ef ekki væru aðrar leiðir færar. Fjórði hver Þjóðverji er sammála Petry, samkvæmt könnun.

Þetta er nasísk orðræða, segja gagnrýnendur Petry og AfD.


mbl.is Flóttamannastefna byggist á skynsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband