Bandaríkin/ESB tapa í Sýrlandi, Rússar sigra

Með stuðningi Rússa og Írana er stjórnarher Assads búinn að umkringja stærstu borg Sýrlands, Aleppo, sem að stærstum hluta hafa verið undir stjórn uppreisnarmanna sem njóta stuðnings Bandaríkjanna og Nató.

Falli Aleppo yrði það stórsigur Rússa. Að sama skapi er umræðan í Bandaríkjunum afar gagnrýnin á frammistöðu Obama forseta og hann sakaður um svik við uppreisnarmenn.

Pútín Rússlandsforseti ákvað að beita sér í Sýrlandi af krafti í framhaldi af Úkraínudeilunni við Bandaríkin og ESB.

Sterkari staða Rússa í Sýrlandi bætir stöðu Pútíns á alþjóðavettvangi, þar með talið í Úkraínudeilunni.

Evrópusambandið er að kikna undan straumi flóttamanna frá Sýrlandi. Án samkomulags við Rússa verður enginn friður í miðausturlöndum. Lausn í miðausturlöndum er nátengd Úkraínudeilunni.

 

 


mbl.is Sýrlendingar streyma að landamærunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrapopúlistaáhlaup Kára misheppnaðist

Pólitískir hópar i landinu eru í grófum dráttum þrír: vinsrimenn, hægrimenn og miðjumenn. Til að búa til samstöðu um eitthvert þjóðþrifamál þarf að ná tveim af þrem þessum hópum. Það tókst í Icesave-málinu; í framhaldi var skipt um ríkisstjórn og Ólafur Ragnar var endurkjörinn forseti á sömu forsendum.

Kári Stefánsson fékk með sér í undirskriftarsöfnunina vinstrihópinn heilan og óskiptan, en fáa miðjumenn og enn færri hægrimenn.

Kári viðurkenndi ósigur í hádegisfréttum RÚV og við getum snúið okkur að næsta umræðefni.

 


mbl.is „Þessi skítur er á minni ábyrgð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgi Hjörvar vill formennsku Samfylkingar

Helgi Hjörvar þingmaður óskar sér formennsku í Samfylkingu, nú þegar ljóst er að dagar Árna Páls eru taldir í embættinu.

Helgi þekkir baklandið sitt og veit að samfylkingarfólk er öðru heimskara þegar kemur að hagfræði. Um daginn tefldi hann fram verðtryggingarfrumvarpi sem var samstundis skotið niður af formanni i veikri stöðu. Helgi fékk sínar fimmtán sekúndur í sviðsljósinu að hafa rangt fyrir sér á skynsemismælikvarða en slá um leið pólitískar keilur innanflokks.

Áfram heldur Helgi að lesa sig inn í hagfræðiheimsku flokksfélaganna og skrifar um nauðsyn þess að taka upp annan gjaldmiðil. Engum hagfræðingi dettur í hug að ráðleggja fullvalda þjóð að taka upp framandi gjaldmiðil, enda hníga öll rök til þess að sjálfstæður gjaldmiðill sé forsenda fyrir efnahagslegum bjargráðum. Noregur er nýjasta dæmið um þjóð sem notar gjaldmiðilinn til að aðlagast breyttum efnahagsaðstæðum. Finnland, á hinn bóginn, er ekki með sjálfstæðan gjaldmiðil og lendir í efnahagskreppu þrátt fyrir að gera allt annað rétt.

Helgi Hjörvar á alla möguleika að verða næsti formaður Samfylkingar. Hann er prýðilegur fulltrúi hagheimskasta stjórnmálaflokks Íslandssögunnar.


Bloggfærslur 6. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband