Góða fólkið á Akureyri fær á kjaftinn

Í Akureyrarbæ er fólk sem telur sig hafa umboð til að ákveða hvaða skoðanir fólk megi hafa. Barnakennarinn Snorri þótti ekki hafa réttar skoðanir og var rekinn.

Hæstiréttur gaf góða fólkinu hjá Akureyrarbæ á kjaftinn. Þótt ekki sé um að ræða beittustu hnífana í skúffunni skulum við vona að góða fólkið fái hugboð um merkingu hugtaksins tjáningarfrelsi.


mbl.is Snorri hafði betur gegn Akureyrarbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundkofakenning Baldurs og elítupólitík Samfylkingar

Baldur Þórhallsson prófessor og varaþingmaður Samfylkingar vinnur að framgangi kenningar sem hann kallar ,,skjólskenningin" og felst í að smáríki sitji og standi eins og næsta stórveldi býður.

Hundakofakenning Baldurs er smíðuð utan um pólitískt markmið Samfylkingar að gera Ísland að ESB-ríki. Rökin eru þau eftir að Bandaríkin hurfu héðan með sitt hernaðargóss 2006 átti Ísland að finna sér hundakofa á óðalsjörð Evrópusambandsins - til að fá ,,skjól".

Baldur, líkt og margt háskólafólk í Samfylkingu, telur óþarfa að almenningur fái að segja álit sitt á staðsetningu hundakofans. Á alþingi 2012 sagði varaþingmaðurinn Baldur að almenningi kæmi ekkert við hvernig málum væri skipað á Íslandi í aðdraganda ESB-aðildar.

Elítupólitík af þessu tagi, byggð á fílabeinskenningum prófessora, er veigamikil ástæða fylgishruns Samfylkingar. 

 


Austur-Evrópa, flóttamenn og Rússar

Austur-Evrópuríki í Evrópusambandinu vita af reynslu Vestur-Evrópuríkja að múslímar aðlagast ekki evrópskum lífsháttum. Austur-Evrópuríki mynda með sér samtök um að hafna múslímavæðingu samfélaga sinna.

Í annan stað eru Rússar næstu nágrannar Austur-Evrópuríkjanna í ESB. Þau hafa einnig gengið í Nató, sem Pútín Rússlandsforseti sagði þegar 2007 að væri ógn við öryggishagsmuni Rússlands.

Þótt Nató-aðild og ESB-aðild hangi ekki saman formlega munu Austur-Evrópuríkin seint hætta á að styggja Brussel, sem hýsir bæði Nató og ESB, svo mikið að hætta sé á að þau verði sett út af sakramentinu.

 


mbl.is Telur að ESB gæti hrunið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin í sumarfrí

Stjórnmálaflokkar velja af alúð þann tíma sem þeir halda landsfundi sína. Markmiðið er að fjölmiðlaumræða verði sem mest, bæði fyrir landsfund, á meðan honum stendur og strax eftir. Tilgangurinn er að fá umræðu í samfélaginu um flokkinn og stefnumál hans.

Þverpólitísk samstaða er um að landsfundarhelgar stjórnmálaflokka fái pólitískt svigrúm. Fundir alþingis á föstudögum fyrir landsfund eru sniðnir að óskum viðkomandi stjórnmálaflokks.

Samfylkingin ætlar að halda landsfund sinn á miðju sumri þegar stjórnmálaumræðan er í fríi og alþingi í leyfi. Tímasetning landsfundar tryggir lágmarksumræðu um stjórnmálaflokk sem nýtur lágmarksfylgis. Lengi getur smátt minnkað.


mbl.is Samfylkingin boðar formannskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband