Ríkið móðgast og lögsækir rangar hugmyndir

Ríkissaksóknari er handhafi ríkisvaldsins og ákærir borgarana fyrir brot á landslögum að undangenginni rannsókn. Ríkissaksóknari ákvað að þeir sem eru með rangar hugmyndir um samkynhneigð skuli lögsóttir, láti þeir hugmyndirnar í ljós á opinberum vettvangi.

Kynhneigð er tjáning á því hver við erum. Við tjáum eðli okkar og hneigðir með margvíslegum hætti. Sum okkar safna frímerkjum og erum þá frímerkjasafnarar; aðrir eru kristnir og stunda líferni til samræmis; einhverjir elska fótboltafélag og haga lífi sínu í takt við leiktímabilið. Og svo framvegis.

Við verðum að gera ráð fyrir að vera gagnrýnd fyrir það sem við erum. Frímerkjasöfnun er fánýt iðja, kristni er bábilja og fótbolti forheimskandi. Við ákveðum sjálf hvernig við tökum gagnrýninni. Hvort við ræðum við gagnrýnendur okkar eða látum aðfinnslurnar sem vind um eyrum þjóta. Hvort við móðgumst eða hlægjum að andskotum okkar.

Þegar ríkið ákveður fyrir okkar hönd að móðgast og gefa út ákærur á hendur þeim sem eru ósammála um eðli okkar og hneigðir erum við ekki lengur frjáls að tjá okkur, segja hver við erum. Ríkisvaldið ákveður að sumar hugmyndir okkar um lífið og tilveruna eru rangar - ólöglegar.

Einu sinni voru menn í skápnum vegna kynhneigðar sinnar. Núna skulu menn lokaðir inni ef þeir ala með sér rangar hugmyndir. Það er ekki framför.


mbl.is Ákærði verjandi í hliðarmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband