Sjö flokka þjóðstjórn lýsir vangetu - einkum Vinstri grænna

Vinstri grænir eru nógu skýrir í kollinum til að skilja að fimm flokka smáflokkastjórn er andvana fædd. Slík stjórn væri samsæri gegn niðurstöðu þingkosninga sem gerðu Sjálfstæðisflokkinn að stærsta flokki landsins í öllum kjördæmum og þann langstærsta á alþingi.

En, því miður, eru Vinstri grænir eru of huglausir til að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og einum til tveim öðrum flokkum.

Hugmynd formanns Vinstri grænna, um þjóðstjórn sjö flokka, er viðurkenning á vangetu flokksins að draga rökréttar ályktanir af lýðræðislegum þingkosningum. Þjóðstjórn sjö flokka útilokaði stjórnarandstöðu. Aðeins það eitt ætti að útiloka þann möguleika.


mbl.is Hugsanlega þörf á þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáflokkabandalagið - hádegisbrandari RÚV

RÚV, auðvitað, flytur þær fréttir að fjórir smáflokkar gera tilraun til að mynda minnihlutastjórn ,,óformlega". Þrátt fyrir samtöl formanna tekst ekki ætlunarverkið.

Smáflokkarnir Píratar, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylkingarsmotteríið geta sem sagt ekki myndað óformlega minnihlutastjórn. En þeir vilja samt ólmir verða hluti af meirihlutastjórn fimm flokka - sem yrði formleg ríkisstjórn lýðveldisins.

Snjall hádegisbrandari hjá RÚV.


Falsfréttir og brotgjarn veruleiki

Falsfréttir eru sumar uppspuni frá rótum, stundum er flugufótur fyrir þeim en í öðrum tilvikum eru stórar ályktanir dregnar af litlu tilefni. Í enn öðrum tilfellum er það spurning um sjónarhorn á málefni líðandi stundar.

Falsfréttir eru ekki nýjar af nálinni. Aðdragandi fyrri heimsstyrjaldar var sneisafullur af falsfréttum,  eins og Niall Ferguson rekur, þar sem óvinaímyndun var haldið á lofti.

Markaður fyrir falsfréttir eykst á tímum óvissu og eðli þeirra er að magna upp taugaveiklun. Og nú eru tímar taugaveiklunar.

 

 


mbl.is Endurvarpar tilhæfulausum „fréttum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband