Reiði kallinn, Bogi, Baldvin og RÚV

Bald­vin Þór Bergs­son, fréttamaður á RÚV og há­skóla­kenn­ari, segir eftirfarandi í fyrirlestri í endursögn mbl.is:

Benti Bald­vin á að með net­inu og sam­fé­lags­miðlum hafi allt í einu reiði kall­inn á kaffi­stof­unni fengið vett­vang til að láta reiði sína ná til stærri hóps. Það væru jafn­vel fjöl­marg­ir á sömu skoðun og hann í sam­fé­lag­inu. Þar hætti stofn­un­um oft til þess að horfa til þess nei­kvæða þó raun­in væri sú að þetta væri lít­ill en há­vær hóp­ur.

Bogi Ágústsson tilfærði þennan reiða kaffikarl þegar hann útskýrði fyrir alþjóð hvers vegna RÚV stóð fyrir atlögunni að Sigmundi Davíð í Wintris-málinu:

Svar Boga er komið á Youtube og er svona: ,,Farðu bara á kaffihús, á mannamót. Um hvað er talað? Þá sérðu hversu stór frétt þetta er."

RÚV er rekið í þágu reiðinnar í samfélaginu. Um leið og fréttamenn RÚV fara í hlutverk fræðimanna sjá þeir villu síns vegar.

Reiði kallinn á ekki heima í ríkisfjölmiðli, heldur á sértrúarmiðli. Við eigum ekki að halda úti RÚV til endurvarpa reiða kallinum.


mbl.is Þegar allir fengu rödd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurður Ingi lækkar fylgi Framsóknar

Framsóknarflokkurinn lækkar í fylgi eftir formannskjörið síðustu helgi. Fylgið fer úr 12,6 prósentum í 11,4 eftir að Sigurður Ingi felldi Sigmund Davíð í formannskjöri.

Sigurður Ingi bauð sig fram til að auka fylgi Framsóknarflokksins en ekki lækka það. Verkefni hans næstu vikurnar er að sýna fram á réttmæti þess að skipta um formann kortéri fyrir kosningar.

Sigurður hlýtur að endurmeta stöðu sína sem flokksformaður ef Eyjólfur hressist ekki.


mbl.is BF kæmi mönnum á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aleppo, Varsjá, Stalíngrad og Dresden

Samlíking mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna á ástandinu í Aleppo í Sýrlandi við þýskt umsátur um Varsjá og Stalíngrad í seinni heimsstyrjöld og loftárásir bandamanna á þýsku borgina Dresden í sömu styrjöld eru réttmætar - séð frá sjónarhóli almennra borgara.

Almennir borgarar eru fórnarlömb stríðsátaka sem brjótast út þegar alþjóðakerfi hrynja. Í seinna stríði hrundi friðurinn sem kenndur er við Versali og komst á eftir uppgjöf Þjóðvera í fyrra heimsstríði.

Aþjóðakerfið sem núna hrynur má kenna við Berlínarfriðinn við lok kalda stríðsins 1989 - 1991. Sameinað Þýskaland bjó til ástand í Evrópu sem Bandaríkin og ESB, með Nató sem verkfæri, nýttu sér til að þrengja að öryggishagsmunum Rússa. Það ferli fékk endastöð í Úkraínu, sem skiptist núna í áhrifasvæði Nató annars vegar og hins var Rússa.

Átökin í Sýrlandi eru staðgenglastríð Bandaríkjamanna og Rússa líkt og Víetnamstríðið var á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna/Kína á sínum tíma.

Stríðið í Sýrlandi er skoðað í samhengi við Úkraínudeiluna, eins og lesa má um í fréttaskýringu BBC. Almennir borgarar líða fyrir en fá sjaldnast réttlætinu fullnægt. Enginn svaraði til saka fyrir Varsjá, Stalíngrad og Dreseden. Þegar stríðinu lauk urðu sigurvegararnir óðara svarnir óvinir og undirbjuggu næsta stríð. Þessi iðja er kölluð stórveldapólitík.

 


mbl.is Vill afnema synjunavaldið í máli Aleppo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband