Birgitta auglýsir stjórnleysi

Birgitta Jónsdóttir, sem ýmist starfar sem þingmaður Pírata á alþingi eða foringi aðgerðasinna á Austurvelli, kallar það stjórnleysi þegar alþingi starfar ekki samkvæmt hennar dagskrá.

Birgitta er aðalhöfundur að þeirri hugmynd að næsta þing starfi í fáeina mánuði og noti tímann til að kollsteypa stjórnarskránni og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-umsókn Samfylkingar sem dó drottni sínum áramóti 2012/2013.

En auðvitað yrði það ekki stjórnleysi heldur eins og hver annar dagur á Austurvelli.


mbl.is „Þetta er bara stjórnleysi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþarfi að gera þinghlé fyrir kosningar

Kosningabaráttan er háð í fjölmiðlum og innan veggja alþingis. Alger óþarfi er að gera hlé á störfum þingsins þótt kosningar standi fyrir dyrum.

Þinghlé fyrir kosningar er arfur frá þeim tíma þegar þingmenn fóru með skipum að hitta kjósendur og standa fyrir fundum heima í héraði.

Ekkert mælir geng því að fundir alþingis standi fram að vikunni fyrir kosningar. Þinghlé í viku er meira en nóg til að þingmenn viðri sig við kjósendur.


mbl.is Funda um framhald þingstarfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilmundur, Sigmundur og skítapakkið

Á síðustu öld var stjórnmálamaður sem hét Vilmundur Gylfason. Hann gerði lítinn flokk, Alþýðuflokkin, stóran í krafti hugmynda. Þegar flokkseigendur töldu Vilmund hafa þjónað sínu hlutverki komu þeir og sögðu ,,nú getum við" og boluðu Vilmundi frá. Vilmundur notaði þriðja nafnorðið í fyrirsögninni hér að ofan um þetta lið.

Sigmundur Davíð gerði Framsóknarflokkinn stóran í krafti hugmynda. Um helgina tóku flokkseigendur sig til og felldu hann úr formannssæti með skítlegum aðferðum.

Sennilega gerir Sigmundur Davíð rétt í að halda áfram, um sinn, starfi innan Framsóknarflokksins og leiða listann í Norðausturkjördæmi.

Kjörþokki skítapakksins er ekki mikill. Eftir kosningar blasa við nýir möguleikar.

 


mbl.is Sigmundur áfram oddviti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband