Rekstur fjölmiðla er minnsta málið

Fjölmiðlar sem heild eru ekki í neinum rekstrarvanda. Einstakir miðlar, t.d. 365-miðlar, RÚV og einhverjir netmiðlar eru í vanda vegna mistaka í rekstri. En fjölmiðlun í heild sinni lifir góðu lífi.

Almenningur getur valið um þúsundir miðla, innlendra og erlendra, til að afla sér frétta og afþreyingar.

Aftur er ýmislegt að faglegri stjórnun ýmissa miðla. 365-miðlar eru undir hæl auðmanns sem notaði dagskrárvald fjölmiðasamsteypunnar til að kæfa gagnrýni á viðskipti sín og félaga sinna. RÚV stundar aðgerðafréttamennsku og tekur skipulega hlutdræga afstöðu í fréttaflutningi sínum, til dæmis í ESB-umræðunni. Í vor hannaði RÚV fréttir gagngert til að valda stjórnarkreppu og afsögn forsætisráðherra.

Menntamálaráðherra byrjar á öfugum enda þegar hann skipar nefnd til að ræða stöðu fjölmiðla. Hann ætti að byrja á nefnd sem fjallaði um tilgang fjölmiðla og faglegan rekstur þeirra. Best væri þó að hann léti alfarið vera að skipta sér af fjölmiðlun. Hún þrífst ágætlega án afskipta ráðherra. Nema að hann mætti alveg leggja RÚV niður.


mbl.is Úttekt verði gerð á stöðu fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birgitta skilur ekki Brexit, heldur ekki ESB

ESB-sinninn Birgitta Jónsdóttir kafteinn Pírata skilur ekki hvað úrsögn Breta úr Evrópusambandinu þýðir og heldur ekki hvernig ESB starfar.

Stækkunarstjóri ESB segir að engin ný ríki verði tekin inn í Evrópusambandið fyrr en eftir 2020. Kjörtímabilinu sem hefst í lok október stendur til haustsins 2020. Það þýðir að næsta kjörtímabil er tilgangslaust að ræða við ESB um aðild - bara út af þessu eina atriði.

En það er meira sem hangir á spýtunni.

Bretland ætlar ekki inn í EES-samninginn sem Ísland á aðild að. Þar með eru allar líkur á að EES-samstarfið líði undir lok.

Svo er það þetta lítilræði: íslenska þjóðin hefur í sjö ár samfleytt hafnað ESB-aðild.

Í stað þess að ræða aðild að ESB ætti Birgitta að ræða hvað gerist eftir EES. En hún mun aldrei skilja það. Birgittu skortir spektina.


mbl.is Ráðherra ber að svara þingmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný framsókn Sigmundar Davíðs

Framhaldslíf Sigmundar Davíðs í stjórnmálum getur ekki verið í þingflokki auðmýktar Sigurðar Inga. Tveir aðrir möguleikar teikna sig upp, annar langsóttur en hinn nærtækur.

Sá langsótti er að efna til nýs framboðs. Ekki eru nema um tíu dagar þangað til að framboðslistum skal skilað til kjörstjórnar og slíkt varla gerlegt á jafn skömmum tíma. 

Nærtæki möguleikinn er að Sigmundur Davíð stofni sjálfstæðan þingflokk eftir kosningar og í framhaldi stjórnmálahreyfingu. Þingflokkur þarf þrjá þingmenn og vel hugsanlegt að slíku megi koma í kring.

 


mbl.is „Þekkjum ekki taparann Sigmund Davíð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brexit drepur EES-samninginn

Bretar ætla ekki inn í EES-samninginn um leið og þeir fara út úr Evrópusambandinu. Theresa May forsætisráðherra Breta kynnti í ræðu í gær að formlegt útgönguferli Bretlands hæfist ekki seinna en í lok mars á næsta ári. Hún sagði að Bretar myndu taka innflytjandamál alfarið í sínar hendur og það er ósamrýmanlegt EES-samningnum.

Í Noregi er grannt fylgst með úrsögn Breta. Norðmenn halda uppi EES-samningnum, en Ísland og Lichtenstein fylgja með. Aftenposten í Noregi segir Breta ekki ætla að fylgja norska fyrirkomulaginu (les EES-samningnum). Það þýðir að fjöldahreyfingin Nei til EU í Noregi mun leggja höfuðáherslu á uppsögn EES-samningsins.

EES-samningurinn var á sínum tíma gerður fyrir Norðurlönd sem millileikur áður en þau færu inn í Evrópusambandið. Svíar og Finnar fóru inn en Norðmenn og Ísland ekki. Þegar fyrir liggur að Bretar munu ekki ganga inn í EES-samstarfið er útséð með þetta fyrirkomulag. Bretar og Evrópusambandið munu á næstu tveim árum koma sér saman um hvernig samskiptum þeirra á milli skuli háttað til framtíðar. Það felur í sér að EES-samstarfið verður hornreka þar sem Noregur og Ísland munu jafnframt semja við Bretland um viðskipti og aðra samvinnu.

Þegar fótunum er kippt undan EES-samstarfinu er tímabært að íslensk stjórnvöld í samvinnu við norsk leggi drög að nýju samstarfsfyrirkomulagi gagnvart Evrópusambandinu.


Bloggfærslur 3. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband