Fingur Birgittu forsćtisráđherra

Líklegasta forsćtisráđherraefni vinstristjórnarinnar er Birgitta Jónsdóttir leiđtogi Pírata.

Löngutöng Birgittu stefnir í ađ verđa dómsmál sakir höfundarréttarmála.

Eins og alţjóđ veit voru Píratar stofnađir í uppreisn gegn höfundarrétti. Ţađ yrđi saga til nćsta bćjar ef fingur Birgittu yrđi til ađ Píratar snerust gegn upphaflegum tilgangi sínum.


ASÍ undirbýr vinstristjórn - verkföll í febrúar

ASÍ sendir skýr skilabođ um undirbúning verkfallsátaka í vetur. Verkfallssjóđir verkalýđshreyfingarinnar eru helsta umrćđuefniđ á ţingi ASÍ í ţessari viku.

Vinstristjórnin sem Píratar, Samfylking, Vinstri grćnir og Björt framtíđ stefna ađ er ávísun á upplausn á vinnumarkađi enda allt á huldu međ stjórnarstefnuna. ASÍ veit af langri reynslu vinstristjórna ađ ţeim er samfara verđbólga og efnahagsleg óvissa.

ASÍ gerir ráđ fyrir ađ verkföll hefjist í febrúar. Fyrsta skrefiđ í átt ađ fimbulkulda í efnahagsmálum verđur tekiđ í alţingiskosningum á laugardag - ef Píratar og vinstriflokkarnir fá meirihluta. 


RÚV-stjórnin snýst um valdatöku, ekki málefni

Píratar og vinstriflokkarnir neita blákalt ađ gefa upp málefnin sem ríkisstjórn ţeirra ćtlar ađ setja á oddinn. Almenningur fćr ekki ađ vita neitt um stefnu RÚV-stjórnarinnar í Evrópumálum, skattamálum, efnahagsmálum, atvinnumálum, málefnum hćlisleitenda og svo framvegis.

Eini tilgangur fundar Pírata, Samfylkingar, Bjartrar framtíđar og Vinstri grćnna var ađ tilkynna alţjóđ ađ ţessir flokkar vilja taka völdin á Íslandi eftir kosningar.

Kjósendur fá ekki ađ vita fyrir valdatöku Pírata og vinstriflokkanna hvort kjörtímabiliđ verđur stutt, eins og Píratar vilja, hvort landamćrin verđi opnuđ eins og Björt framtíđ krefst, hvort krónan verđur aflögđ og Ísland fari í hrađferđ inn í Evrópusambandiđ, samkvćmt stefnu Samfylkingar eđa hvort skattar verđa hćkkađir til ađ fjármagna gćluverkefni Vinstri grćnna.

Píratar og vinstriflokkarnir vilja umbođ frá kjósendum til ađ stjórna landinu án ţess ađ útskýra hvađ ţeir ćtla ađ gera viđ land og ţjóđ. Rauđur ţráđur í málflutningi ţeirra flokka sem mynda RÚV-stjórnina er ađ Ísland sé ónýtt. Ef RÚV-flokkarnir fá umbođ kjósenda á laugardag getur enginn veriđ óhultur um sitt. 


mbl.is Furđar sig á leyndinni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 24. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband