Vinstristjórn eða ekki - Viðreisn útlilokar sjálfa sig

RÚV-flokkarnir Píratar, Vinstri grænir, Samfylking og Björt framtíð setja saman ríkisstjórn á bakvið luktar dyr. Kosningarnar á laugardag snúast um hvort vinstristjórnin fái umboð frá kjósendum eða ekki.

Viðreisn útilokar sjálfa sig frá aðalmáli kosninganna með því að horfa bæði til hægri og vinstri.

Aðeins kosningasigur Sjálfstæðisflokksins kemur í veg fyrir valdatöku RÚV-stjórnarinnar á laugardag.


mbl.is Viðreisn útilokar engan flokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV-stjórnin: lokaður fundur um opin stjórnmál

RÚV-stjórnin, sem efnt er til viku fyrir lýðræðislegar kosningar, ætlar ekki að segja þjóðinni hvað hún stendur fyrir áður en kemur að kjördegi. Vinstriflokkarnir segjast boða opin og gagnsæ stjórnmál, en funda á bakvið luktar dyr.

Þegar fulltrúar flokkanna koma úr bakherbergi veitingahúss í miðbænum er ekkert að frétta. Engin málefni eru nefnd og ekkert sagt um stjórnarstefnuna, sem RÚV-stjórnin vill þó að fái blessun kjósenda næstkomandi laugardag.

RÚV-stjórnin er búin til úr 4 stjórnmálaflokkum sem allir eru með sínar áherslur. Það er ekkert að marka það sem frambjóðendur Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar segja á fundum með kjósendum næstu daga. Þeir eru þegar búnir að véla um málefnin sín á milli á lokuðum fundi en neita að segja þjóðinni niðurstöðuna.


mbl.is Flokkarnir funda aftur á fimmtudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstristjórnin á bakvið rimla - RÚV í beinni á þröskuldinum

Ljósmyndin á mbl.is sýnir fyrsta fund RÚV-stjórnar vinstrimanna á bakvið rimla. Keppinautarnir um embætti forsætisráðherra, Birgitta og Katrín, eru báðir með hönd undir höku líkt og þeim leiðist í upphafi fundar. Líkamstjáningin segir ekki að þetta sé ríkisstjórnin sem ætlar að endurræsa Ísland.

Fréttamaður RÚV ákvað að mæta seint, eftir að fundurinn væri hafinn. Það stóð aldrei til hafa í frammi ágengar spurningar um virðingu vinstrimanna fyrir lýðræðinu - að mynda stjórn fyrir kosningar.

Í hádegisfréttum RÚV var fréttamaður RÚV í beinni útsendingu fyrir utan fundarherbergið, svona til að það liti út fyrir að Efstaleiti stæði vaktina. Eftir fundinn mun fréttamaður RÚV setja saman frétt sem þjónar hagsmunum vinstriflokkanna og gera lítið úr virðingarleysinu sem lýðræðinu er sýnt með ríkisstjórnarmyndun fyrir kosningar.


mbl.is „Ekki að fara að mynda stjórn núna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV-stjórnin: fyrsti fundur í dag - bein útsending?

Fyrsti ríkisstjórnarfundur RÚV-flokkanna er á Lækjarbrekku í dag. Þar ætla Píratar, Vinstri grænir, Samfylking og Björt framtíð að leggja grunn að valdatöku sex dögum fyrir kosningar.

Enn hefur RÚV ekki tilkynnt hvort bein útsending verður af fundinum. Fyrri fundir RÚV-flokkanna, sem gjarnan hafa verið haldnir á Austurvelli, eru iðulega i beinni útsendingu og það yrði stílbrot ef ekki yrði það sama upp á teningnum á fyrsta ríkisstjórnarfundinum.

Á fundinum í Lækjarbrekku er málefnasamningur RÚV-flokkanna ræddur og helsta skipting ráðuneyta. Það er í þágu almennings að upplýsa ítarlega um ríkisstjórnarsamstarfið.

Hvert er forsætisráðherraefni RÚV-stjórnarinnar? Birgitta eða Katrín? Verður Smári McCarty innanríkisráðherra? Hver verður yfirsálfræðingur ríkisstjórnarinnar nýju?

RÚV getur ekki verið þekkt fyrir að láta það liggja í láginni hvað fer fram á fyrsta fundi RÚV-stjórnarinnar.

 


mbl.is Flókin stjórnarmyndun framundan?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband