Benedikt vonast eftir vinstri stjórn - með Viðreisn

Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og skuggaritstjóri Hringbrautar vonast til að vinstristjórn verði mynduð á Íslandi. Benedikt herjar á Sjálfstæðisflokkinn og gengur langt í að gera frænda sinn, Bjarna Ben., tortryggilegan.

Nýjasta framlag skuggaritstjórans tekur af öll tvímæli um hvert Viðreisn stefnir. Í ítarlegum pistli á Hringbraut eru aðaláhyggjur ritstjórans að Vinstri grænir muni svíkja það loforð sem þeir hafa gefið um að mynda vinstristjórn með Pírötum.

Benedikt og Viðreisn veðja á að annað hvort Björt framtíð eða Samfylking falli af þingi svo að Viðreisn geti hlaupið í skarðið og tekið þátt í vinstristjórn með Pírötum og Vinstri grænum.


Birgitta forsætisráðherra treystir ekki þjóðinni

Leiðtogi Pírata ætlar sér embætti forsætisráðherra viku áður en þjóðin fær að kjósa hvort hún vilji Birgittu Jónsdóttur sem forsætisráðherra eða ekki. Vinstri-píratíska ríkisstjórnarbandalagið er gagngert sett upp til að taka völdin áður en kosningarnar fara fram.

Ef Píratar og smáflokkar vinstrimanna treystu þjóðinni myndu þeir annað tveggja hafa boðið fram sameiginlegan lista eða beðið fram yfir kosningar að mynda ríkisstjórn. Aðferðin sem þeir nota gengur gegn lýðræðislegum hefðum og venjum hér á landi.

Píratar og vinstriflokkarnir hafa á síðustu árum þróað aðferð til að ná undirtökum í samfélaginu með snöggu áhlaupi þar sem skotmark er valið í tengslum við upphlaup í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.

Píratar og vinstriflokkarnir eru með sjórnarráð Íslands sem skotmark að þessu sinni. Þeir bjuggu til pólitíska óreiðu, bæði með fjölda framboða og áróðri um ónýta Ísland. Þeir ætla núna, viku fyrir kosningar, að bjóða fram valkost til að ,,bjarga" þjóðinni frá upplausn sem Píratar og vinstriflokkar sjálfir bera ábyrgð á.

Með aðstoð fjölmiðla, RÚV er þar í fararbroddi, er dregin upp sú mynd að hér sé allt í volæði sem aðeins Píratar og vinstriflokkarnir geta bætt úr. Samfélagsmiðlar endurvarpa RÚV-áróðrinum og magna þannig upp hugarástand taugaveiklunar og móðursýki.

Landinu verður ekki stjórnað með vinstri-píratískum áhlaupum. Ef herbragðið heppnast í þetta sinn, og Píratar og vinstriflokkarnir fá meirihluta á alþingi næsta laugardag, mun fjögurra eða fimm flokka ríkisstjórn taka völdin. Stjórnlistin sem kom þeim til valda verður þá opinber stefna ríkisstjórnarinnar: óreiða og ónýta Ísland.

Það er aðeins ein leið til að koma í veg fyrir valdatöku Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Hún er að kjósa ekki þessa flokka á laugardaginn kemur.

Það eru enn sjö dagar til kosninga.


mbl.is „Treystum þjóðinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri-Reykjavík gegn Íslandi

Vinstristjórnin, sem mynduð verður undir forystu Pírata viku fyrir kosningar, er reykvísk í pólitík og ESB-ísk í hugsun. Líkt og sáluga Jóhönnustjórnin mun hún etja höfuðborginni gegn landsbyggðinni.

Flugvöllurinn fer úr Vatnsmýrinni til að rýma fyrir framlengingu miðborgarinnar, sem er uppeldisstöð vinstrimanna. Náttúran í mýrlendinu við Norræna húsið víkur fyrir malbiki og byggð sem greiðir fyrir útkalli vinstriflokkanna á vettvang við Austurvöll að gera hróp að alþingi þegar það lýtur ekki vilja vinstri-píratsins.

Vinstristjórnin fjármagnar gæluverkefni sín með uppboði á aflaheimildum, sem leggur í rúst atvinnulíf á landsbyggðinni.

Stjórnarskrá lýðveldisins verður fótum troðin til að auðvelda aðgerðasinnum beina aðkomu að stjórnsýslunni annars vegar og hins vegar að brjóta niður vörnina gegn aðild að Evrópusambandinu. Vinstrimenn ætla að setja ákvæði í stjórnarskrána sem gerir bloggher þeirra kleift að munstra tíu prósent kjósenda að taka ákvarðanir fyrir 90 prósent þjóðarinnar.

Það eru sjö dagar til kosninga. Þær ráða úrslitum um hvort landið verði vinstri-píratísk hrollvekja eða lýðveldi allra Íslendinga.


mbl.is Ræða mögulega vinstri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband