Uppboð á lífskjörum og atvinnu á landsbyggðinni

Vinstriflokkarnir, sem nú eru í stjórnarmyndunarviðræðum, sameinast um kröfuna að aflaheimildir á Íslandsmiðum fari á uppboð. Lífskjör á landsbyggðinni og atvinnu þar væri teflt í tvísýnu með slíku ráðslagi.

Einar S. Hálfdánarson hrl. og lögg. endurskoðandi vann upplýsingar úr skýrslu Hagstofunnar, „Hagur veiða og vinnslu 2014".  Þegar allur kostnaður annar en skattar til ríkisins hefur verið dreginn frá tekjum stóðu eftir um 51,5 milljarðar króna árið 2014. Af þeim renna rúmir 28 milljarðar til ríkisins í formi skatta og rúmir 23 milljarðar til eigendanna. Þetta samsvarar 13% ávöxtun eigin fjár sem telst ekki mikið í áhætturekstri.

Ríkisstjórn vinstriflokkanna mun ekki sækja þessa 23 milljarða til útgerðar og vinnslu án þess að leggja í rúst mörg fyrirtæki á landsbyggðinni. Aðeins stórfyrirtæki væru með burði til að kaupa kvótann.

Það er vika til kosninga.


mbl.is Uppboðsleiðin veldur áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svandís bítur agn Benedikts - lýðræðið aukaatriði

Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna bítur á agn Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar sem í gær slakaði út samsærisbeitu um að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir stefndu að ríkisstjórn.

Benedikt smurði þykkt á beituna með ásökunum um spillingu frænda síns, Bjarna Ben., og óvandaða stjórnsýslu Steingríms J. í vinstristjórninni sálugu. Svandísi er nokkur vorkunn að gína við agninu - ráðherraferill Steingríms J. er viðkvæmt mál. 

Með afstöðu sinni stóreykur Svandís líkurnar á vinstristjórn undir forsæti Pírata, þar sem Vinstri grænir og Viðreisn fá fagráðuneyti. Og sálfræðistéttin kætist.

Betur færi að Svandís styddi lýðræðið og leyfði kjósendum að segja sitt álit áður en hún myndaði - eða afmyndaði - ríkisstjórn. En kannski er lýðræðið aukaatriði hjá öllum vinstrimönnum.


mbl.is Valkostirnir hafa kristallast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstristjórn mynduð viku fyrir kosningar

Píratar eru með öll ráð vinstriflokkanna í hendi sér þar sem þeir mælast stærstir og gera kröfu um að fá stjórnarmyndurnarumboð frá forseta Íslands. Píratar ætla ekki að bíða eftir niðurstöðu kosninga heldur mynda meirihluta á alþingi áður en þjóðin fær að segja sitt álit.

Smáflokkarnir Samfylking, Björt framtíð og Viðreisn munu gera hosur sínar grænar fyrir Pírötum og leggja drög að nýrri ríkisstjórn um helgina. Vinstri grænu hosurnar, sem eru með álíka fylgi og Píratar, gætu gert tilkall til að vera meðforystusauðir Pírata.

Valdataka vinstrimanna viku fyrir kosningar lýsir virðingu þeirra fyrir lýðræðinu.


mbl.is Funda um helgina um samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur: Samfylking í faðm Pírata, Birgitta svarar

Össur Skarphéðinsson, leiðangursstjóri vinstrimanna til Brussel, sér helsta bjargræði Samfylkingar að líma sig fasta við Pírata. Í framlagi á Eyjunni boðar Össur framhaldslíf Samfylkingar í bandalagi við Pírata.

Birgitta Jónsdóttir svaraði ákalli Össurar í umræðuþætti á RÚV, auðvitað, þar sem hún sagði að plan A Pírata væri að gera Ísland að ESB-rík.

Bandalag Pírata og Samfylkingar er með yfir 25 prósent fylgi, samkvæmt síðustu mælingu.


mbl.is Áfram sveiflast fylgið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV-Pírata Ísland, sálfræðingar gleðjast

Fjölmiðlapólitískt bandalag RÚV og Pírata stækkar þriggja manna þingflokk, sem þarf sálfræðing til að tala saman, upp í 15 þingmenn. Í kjölfar stórsigurs RÚV-Pírata fá að minnsta kosti fimm sálfræðingar vinnu á alþingi - auk allra þeirra sem komast i uppgrip út í þjóðfélaginu við að laga taugahrúgur sem verða til undir oki RÚV-Pírata.

Síðustu viku fór RÚV hamförum við að lýsa Íslandi sem óalandi og óferjandi spillingarbæli er Píratar einir gætu lagfært. RÚV færði kosningabaráttuna til ársins 2009 þegar þjóðin var á barmi taugaáfalls. Til að fá útlenskan stimpil á ónýta Ísland var Eva Joly flutt inn til lands af Pírötum og fékk hún drottningarviðtal á RÚV - auðvitað.

RÚV gerði stórt númer úr blaðamannafundi Pírata, þar sem þeir mynduðu ríkisstjórn fyrir kosningar, en lét þess ógetið að enginn, nema Samfylking, auðvitað, vildi starfa með þeim. Myndin sem RÚV dró upp var að Píratar væru þegar komnir í stjórnarráðið.

RÚV-Pírata Ísland verður tragikómískur brandari sem í samanburði gerir Jón Gnarr og Besta flokkinn að stjórnspekingum.

 


mbl.is Píratar mælast stærstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband