Vinstri grænir og Viðreisn: jöfnuður gegn elítunni

Viðreisn er elítuframboð þeirra sem fleyta rjómann í samfélaginu. Viðreisn gengur svo illa í kosningabaráttunni að frambjóðendur flokksins vilja snúa pólitík upp í tveggja manna tal. Vinstri grænir eru komnir með 20 prósent fylgi í könnunum og stefna í stórsigur.

Vinstri grænir standa á gömlum sósíalískum merg, eru arftaki Alþýðubandalagsins, þótt fyrrum félögum þeirra í Alþýðufylkingunni finnist sósíalisminn útþynntur.

Án þess að það fari hátt i umræðunni breytir vaxandi styrkur Vinstri grænna og veikleiki Viðreisnar áherslum Sjálfstæðisflokksins. Sterk velferðarstefna og jafnaðarsjónarmið eru meira ráðandi í málflutningi sjálfstæðismanna en oft áður.


mbl.is Viðreisn vill frjálslynda miðjustjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónýtir flokkar kjósa ónýtan gjaldmiðil

Otmar Issing var aðalhagfræðingur Evrópska seðlabankans. Hann telur evruhagkerfið að hruni komið. Annar þekktur þýskur hagfræðingur, Hans Werner Sinn, segir evruna mistök og ráðleggur ríkjum með traust efnahagskerfi, Austurríki og Finnland, að yfirgefa gjaldmiðilinn.

Hér heima er það að frétta að ESB-smáflokkar eins og Samfylking og Viðreisn gera evru-aðild að bjargræði fyrir Ísland.

Evran var pólitísk tilraun til að sameina Evrópu í eitt hagkerfi. Tilraunin mistókst en það mun taka mörg ár, ef ekki áratugi, að vinda ofan af þeim mistökum. Á meðan dettur engum í hug að leggja lag sitt við evruna. Nema ónýtum smáflokkum á Íslandi.


mbl.is „Einn daginn mun spilaborgin hrynja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking er svarti dauði Pírata

Samfylking læsti klónum í Pírata um leið færi gafst. Tilboð Pírata á sunnudag um viðræður vinstriflokka var bjarghringur fyrir Samfylkinguna.

Um leið og Píratar draga Samfylkinguna upp á dekk smitast þeir af pestinni sem gerir Samfylkinguna að dauðvona flokki. Í könnun Fréttablaðsins lækkar fylgi Pírata og staðfestir ferli sem hófst fyrir nokkru.

Með Samfylkinguna í fanginu eru Pírötum allar bjargir bannaðar. Hvorki vilja aðrir stjórnarandstöðuflokkar leggja lag sitt við tvíeykið né er líklegt að bandalagið trekki að kjósendur.


mbl.is Aukið fylgi Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokkur fólksins verður sigurvegari kosninganna

Brosmilda baráttukonan Inga Sæland ætlar að leiða Flokk fólksins inn á alþingi. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins er rífandi gangur hjá Flokki fólksins og allar líkur að flokkurinn fari yfir 5 prósent þröskuldinn á næstu dögum.

Vinstri grænir styrkja sig sem leiðandi flokk vinstrimanna og ætla að ná tilbaka fylginu frá kosningunum 2009 þegar þeir fóru yfir 20 prósent. ESB-smáflokkarnir Samfylking, Björt framtíð og Viðreisn eru hver með 6-7 prósent fylgi og líklegt að einhver þeirra detti niður fyrir 5 prósentin.

Sjálfstæðisflokkurinn er með tæp 24 prósent og Píratar rúm 20 prósent. Framsókn mælist með 8,5 prósent.


mbl.is Níu framboð í öllum kjördæmum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband