RÚV: fýla, tölva og Sigmundur Davíð (auðvitað)

Stóra fréttin hjá RÚV í kvöld er ekki um misheppnaðar stjórnarmyndun Pírata fyrir kosningar, enda RÚV ekki fyrir að segja fréttir sem koma stjórnarandstöðunni illa. Nei, aðalfréttin úr kosningabaráttunni var um Sigmund Davíð, foringja Framsóknarflokksins og samskipti hans við formanninn.

Sigmundar Davíðs-fréttin er aðalfréttin á netsvæði RÚV í kvöld. Í sexfréttum Útvarps-RÚV kom fréttamaður að stóra tölvumálinu en því atriði var sleppt í sjöfréttum Sjónvarps-RÚV. Á móti tölvupælingunni í útvarpsfréttinni fann fréttamaður stórkostlega mikilvægt atriði: eru foringinn og formaðurinn í fýlu?

RÚV er sem fyrr með forgangsröðina og fagmennskuna á hreinu.


Benedikt situr á girðingu Pírata og Samfylkingar

Formaður Viðreisnar vill ekki samstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk en mun tæplega mæta á ekki-mellufund Pírata og Samfylkingar á morgun.

Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar kýs þess í stað að sitja á girðingunni og horfa á faðmlag tapara síðustu vikna í skoðanakönnunum, Samfylkingar og Pírata. Samvkæmt mælingum á Benedikt heima í bandalagi þeirra sem kjósendur yfirgefa síðustu vikurnar fyrir kosningar.

Vinstri grænir eru á siglingu í könnunum og Björt framtíð sömuleiðis. Þessir flokkar afþakka bandalag hnignandi fylgis. En Benedikt situr rasssár á girðingunni og þorir hvorki að hrökkva né stökkva. 

 


mbl.is Allt á blússandi siglingu hjá okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar: við hlustum aðeins á suma kjósendur

Píratar hlupu á sig þegar þeir boðuðu til stjórnarmyndunarviðræðna fyrir kosningar. Lítilsvirðingin fyrir lýðræðinu, að mynda stjórn fyrir kosningar, kennir Kolbrún Bergþórsdóttir við ofríki í leiðara DV.

Píratar vilja núna kalla viðræðurnar, sem eiga að hefjast á morgun, umræðu um málefni. Þeir segjast ekki ætla að ræða ráðherraembætti strax af virðingu fyrir kjósendum.

En virðing Pírata fyrir kjósendum er ekki meiri en svo að þeir útiloka fyrirfram alla kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Lýðræðisþroski Pírata nær ekki út fyrir eiginhagsmuni. Píratar þekkja betur til tölvuleikja en bóka - samt komst einhver þeirra í eintak af Machiavelli. 


mbl.is Ræða um málefni, ekki embætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Foringjar stækka flokka

Stjórnmálaflokkur er höfuðlaus her án foringja. Í stjórnmálaumræðu skilur á mill feigs og ófeigs hvort aðaltalsmaður flokks geti í senn greint aðstæður og borið fram hugmyndir og stefnu sem hópurinn að baki stendur fyrir. Og gert það þannig að eftir sé tekið.

Engin uppskrift er til af foringjum. Þeir verða til í samspili kringumstæðna og einstaklingsþátta. Forn-Grikkir sögðu foringja verða til fyrir guðlega náð. Í Menóni eftir Platón vekur Sókrates máls á þeirri staðreynd að þekkingin ein útskýri ekki vel gerða stjórnmálamenn heldur séu þeir ,,bæði guðdómlegir og hafi eldmóð, enda eru þeir innblásnir og haldnir af guði þegar þeir tala rétt um marga hluti og mikils verða..."

Það sem af er þessari kosningabaráttu er tölva Sigmundar Davíðs meira í umræðunni en nokkuð það sem sitjandi formaður lætur frá sér fara.


mbl.is Vill að aðrir ræði stefnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband