Ekki-mellufundur Pírata: hverjir mæta?

Þeir eru mellur sem ekki mæta á fund Pírata á miðvikudag til að setja saman ríkisstjórn fyrir kosningar. Formanni Viðreisnar finnst leitt að vera kallaður mella af sjálfskipuðum talsmönnum Pírata.

Varaþingmaður Samfylkingar fyrrum og prófessor við stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Baldur Þórhallsson, segir útspil Pírata snjallt, að mynda ríkisstjórn fyrir kosningar. Auðvitað er aukaatriði að þjóðin kjósi sér þingmenn þegar fyrirfram er búið að ákveða hverjir myndi meirihluta á alþingi.

Fyrsti fundur til að setja saman ríkisstjórn fyrir kosningar er boðaður núna á miðvikudaginn kl. eitt á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur. Ekki-mellurnar sem mæta eru algerlega án umboðs frá kjósendum. Kosningarnar fara ekki fram fyrr en tíu dögum seinna. En prófessor Samfylkingar segir kosningar léttvægar þegar búið er að ákveða hverjir skipa ríkisstjórn þar sem Píratar eru ,,aðal".

Skiljanlega er ekki Samfylkingin ekki ,,aðal". Hún mældist síðast með 8 prósent fylgi. Prófessor Baldur telur Píratafylgi í könnunum upp á 17-19 prósent nægja til að vera ,,aðal". Ekki-mellur telja lýðræðislegar kosningar meira upp á punt. Aðalatriði sé að skora sæmilega í skoðanakönnunum til að réttlæta valdatöku fyrir kosningar.


mbl.is „Þeir ætla að vera aðal“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdablokk vinstriflokka er sniðganga lýðræðis

Stjórnmálaflokkar sem bjóða fram lista lýsa þar með yfir að þeir standa fyrir pólitísk málefni sem aðrir flokkar gera ekki - annars væru þeir ekki að bjóða fram. Kjósendur gera upp á milli ólíkra kosta í kosningum og eftir þær fá 63 þingmenn á alþingi það hlutverk að mynda starfhæfan meirihluta. Þetta er kjarni þingræðisins.

Tilraun Pírata að setja saman valdablokk fyrir kosningar er sniðganga þess lýðræðis sem Íslendingar hafa stundað frá stofnun lýðveldis. Ríkisstjórnarmyndun fyrir kosningar kallar á spurninguna: hvers vegna buðu Píratar ekki sameiginlega fram með öðrum flokkum?

Valdablokk vinstriflokkanna undir forystu Pírata verður ekki að veruleika. Aðeins Samfylking þekkist boð Pírata. En tilraunin til að mynda ríkisstjórn fyrir kosningar sýnir að virðing fyrir lýðræðishefðum þjóðarinnar er engin.


mbl.is Afgerandi útspil Pírata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandalag Pírata og Samfylkingar um ESB-aðild

Eini flokkurinn sem vill kosningabandalag með Pírötum er Samfylkingin. Oddný Harðardóttir formaður stökk á tilboð Pírata um leið og það var lagt fram. Oddný sér Pírata sem ESB-flokk.

Björt framtíð kallar útspil Pírata klækjastjórnmál og tilboð um ofbeldissamband. Formaður Viðreisnar tók í fyrstu vel í hugmynd Pírata en dró síðan í land. Vinstri grænir afþökkuðu á kurteisan hátt.

Píratar vilja breyta stjórnarskránni, sem er forsenda ESB-aðildar, og greiða þjóðaratkvæði um að endurræsa misheppnuðu ESB-umsókn Samfylkingar frá 2009-2013. Bandalag Pírata og Samfylkingar snýst um pólitíska samstöðu á meginsviðum.

Málflutningur Pírata og Samfylkingar allt þetta kjörtímabil gengur út á stjórnskipun okkar og fullveldi hafi gengið sér til húðar og þurfi að endurnýja með ESB-aðild. Kjósendum er greiði gerður með ESB-bandalagi Pírata og Samfylkingar. Valkostirnir verða skýrari.


mbl.is Standa frammi fyrir skýrum kostum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband