Sjálfstæðisflokkurinn eða vinstristjórn

Viðreisn er til í vinstristjórn með Pírötum, segir Benedikt Jóhannesson formaður, í svari við málaleitan Pírata að mynda ríkisstjórn fyrir kosningar. Benedikt gerir ekki ráð fyrir að Viðreisn verði annað en smáflokkur og því borgar sig að tryggja stöðuna við kjötkatlana áður en kjósendur kveða upp úrskurð sinn.

Það er meiri manndómur í frambjóðanda Bjartar framtíðar sem segir tilboð Pírata ,,tilraun til þvingunar í ofbeldissamband algerlega á forsendum eins flokks."

Tilboð Pírata um vinstristjórn fyrir kosningar undirstrikar að Sjálfstæðisflokkurinn er eina vörnin gegn vinstra slysi í landsstjórninni.


mbl.is „Áhugaverð tilraun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar taka völdin fyrir kosningar

Í lýðræðisríkjum eru það kjósendur sem ákveða hverjir skulu fá völdin í hendur. Það er gert í kosningum. Píratar lýsa frati á vilja almennings með því að boða nýja ríkisstjórn kortéri fyrir kosningar.

Stjórnunaraðferð Pírata er þessi: skapa óánægju og óvild í samfélaginu, t.d með fjöldamótmælum og óhroða á samfélagsmiðlum. Sérstakt áhugamál Pírata er illmælgi um land og þjóð. Þessa pólitík hafa Píratar stundað allt kjörtímabilið.

Þegar nær dregur kosningum og almenningar áttar sig á eðli Pírata fellur gengi þeirra í skoðanakönnununum.

Viðbrögð Pírata eru að sniðganga lýðræðið og taka völdin fyrir kosningar. Þannig virkar píratalýðræðið.


mbl.is Píratar útiloka stjórnarflokkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Clinton í dópi, Trump í káfi; Róm og Washington

Forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum halda áfram að auka virðingu heimsbyggðarinnar fyrir lýðræðinu í stórveldinu eina og sanna. Báðir frambjóðendur eru afhjúpaðir raðlygarar, þetta eru jú stjórnmálamenn. Annar er þjakaður af kvenfyrirlitningu en hinum er ekki hægt að treysta fyrir tölvupóstum með ríkisleyndarmálum, svona upp á framsóknarvísu.

Róm var heimsveldi sem stóð í þúsund ár og skiptist í tvö tímabil, það fyrra kennt við lýðveldi en hið seinna við keisara. Fyrsti keisarinn, Ágústínus, kjörsonur Júlíusar Sesars, smíðaði stjórnkerfi sem hélt velli jafnvel þótt afbrigðilegir einstaklingar settust í hásætið. Róm brann undir forsæti eins þeirra en Rómarveldi stóðst álagið.

Bandaríkin búa að goðsögninni um að vandaðir menn, ríkisstofnendur, sem upp á þarlenda tungu eru kallaðir founding fathers, hafi í öndverðu lagt þann grunn að stjórnskipun ríkisins að það kiknaði ekki undan gölluðum forsetum.

Í nóvember kjósa Bandaríkjamenn sér meingallaðan forseta. Heimsveldið mun samt sem áður starfa með líkum hætti og síðustu áratugi. Meira þarf til en afbrigðilegar persónur svo að heimsveldi falli.

 

 

 


mbl.is Sakar Clinton um eiturlyfjanotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband