Tvöfalt staðgenglastríð í Sýrlandi

Staðgenglastríð er þegar stórveldahagsmunir standa að baki staðbundnum átökum. Í Sýrlandi stendur yfir tvöfalt staðgenglasríð. Í fyrsta lagi standa Bandaríkin annars vegar og hins vegar Rússland að baki andstæðum fylkingum.

Í öðru lagi stríðir bandalag súnní-múslíma, þar sem Sádí-Arabía og Tyrkland eru stórveldin, við shíta-múslíma sem Íran og Írak styðja og Assad Sýrlandsforseti tilheyrir.

Til að gera flókna stöðu enn gruggugri eru Kúrdar, sem vilja stofna til eigin ríkis á svæði sem nú tilheyrir Írak, Sýrlandi og Tyrklandi.

Afgangsstærð í fjölþættum átökum eru herskáir múslímar, Ríki íslams og fleiri hópar af líkum toga. Afgangsstærðin fær mestu athyglina enda öll stórveldin sammála um að berjast gegn öfgamúslímum. En oft er það aðeins í orði kveðnu.

Sýrlandsstríðið og sambærileg átök í Írak, Yemen og Líbýu verður viðvarandi viðfangsefni alþjóðastjórnmála næstu árin ef ekki áratugi.

 


mbl.is „Nýjar hugmyndir“ um frið ræddar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úkraína, Sýrland og tölvustýrð kjarnorkuvopn

Bandaríkin og Rússland eiga í samskiptavanda. Yfirvegaðir stjórnmálaskýrendur, t.d. Robert E. Hunter sendiherra Bandaríkjanna í Nató 1993-1998, sýna fram á tengsl utanríkistefnu Bandaríkjanna í Úkraínu annars vegar og hins vegar í Sýrlandi  við nýja kalda stríðið milli þeirra og Rússlands.

Fræðimaðurinn Stephen F. Cohen segir stríðsógnir Bandaríkjamanna leiða til þess að Rússar séu komnir á forstig stríðsundirbúnings.

Bandaríkin ásaka Rússa um að skipta sér af bandarískum innanríkismálum, þ.e. yfirstandandi baráttu Clinton og Trump um forsetaembættið, og ætla að senda ,,skilaboð" með einhvers konar netárás.

Þegar samskipti Bandaríkjanna og Rússa eru komin á þetta stig aukast möguleikar á stríði án ásetnings um að hefja það. Kjarnorkuvopn eru tölvustýrð. Þegar pólitískt andrúmsloft er orðið nægilega eitrað af tortryggni gæti komið upp sú staða að betra sé að þrýsta á hnappinn strax fremur en að hætta á að netárás lami vígbúnaðinn. 

Að breyttu breytanda er heimurinn 2016 óþægilega líkur þeim sem var 1914 þegar stórveldin álpuðust út í fyrri heimsstyrjöld.


mbl.is „Fordæmalausar“ hótanir Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV og Sigmundarfréttir Davíðs

RÚV er eini fjölmiðillinn sem sérhæfir sig í fréttum af Sigmundi Davíð. RÚV lagðist í rannsóknavinnu til að gera tölvumál Sigmundar Davíðs tortryggilegt og sótti upplýsingar á grunni upplýsingalaga til að klæða fréttina trúverðugleika.

RÚV tekur Sigmund Davíð fyrir í kjördæminu og kennir honum um lægra fylgi. Sigurður Ingi, sem var frambjóðandi RÚV til formennsku í Framsóknarflokknum ber auðvitað enga ábyrgð á fylgishruni flokksins á landsvísu. Sei, sei nei.

Fréttir RÚV um Sigmund Davíð eru nær allar hálfsannleikur eða útúrsnúningur. Þegar aðrir fjölmiðlar birta fréttir sem ganga í berhögg við ófrægingarherferð RÚV þá þegir Gróa á Efstaleiti.


mbl.is Þurfti að nota gögn í tölvunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband