Brexit eyðileggur EES á tvo vegu

Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu eyðileggur ESS-samstarfið á tvennan hátt. Í fyrsta lagi verður til samningur milli Breta og ESB sem mun skapa fordæmi um tvíhliða samninga milli sambandsins og Evrópuríkja sem standa utan þess og eru ekki á leiðinni inn.

Í öðru lagi verður EES-samstarfið, eftir samning Breta við ESB, að hornkerlingu í skrifstofum ESB í Brussel. Bretland er til muna stærri samstarfsaðili ESB en smáríkin Ísland, Noregur og Lichtenstein sem mynda EES með Evrópusambandinu.

EES-samstarfið var upphaflega sett saman til að undirbúna Norðurlönd fyrir aðild að Evrópusambandinu. Eftir að Svíþjóð og Finnland urðu ESB-ríki 1995 og útséð var um að Ísland og Noregur yrðu aðilar var aðeins spurning um tíma hvenær EES-samstarfið yrði úrelt.

Brexit og ákvörðun Breta að ganga ekki í EES-samstarfið dæmir þetta samstarf úr leik. Aðeins á eftir að ákveða síðasta söludag EES-samstarfsins. Sá dagur rennur upp eftir að Bretar semja við Evrópusambandið. Það tekur líklega eitt til þrjú ár.


mbl.is Brexit tækifæri fyrir Ísland og Noreg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin svindlar í smáu sem stóru

Samfylking heldur úti netútgáfu í áskrift. Trú sinni köllun, að gera Ísland að hjálendu ESB, er áskriftarverðið í evrum.

Áskrift að Herðubreið kostar 1,8 evrur. Út á þessar evrur ætlar Samfylkingin að rukka 290 krónur. Rétt gengi á 1,8 evrum er á hinn bóginn 227 krónur.

Evran hríðfellur undanfarið fyrir sterkri krónu. Samfylkingin er engu betri en ómerkileg heildsala sem lætur almenning ekki njóta þess að Ísland er með besta gjaldmiðil í heimi.


Einn turn, sex smáflokkar

Sjálfstæðisflokkurinn er eini turninn í íslenskum stjórnmálum, þótt hann fái aðeins rúman fimmtung atkvæða. Sex smáflokkar standa utan turnsins og mynda lággróður stjórnmálanna.

Af smáflokkunum eru tveir í vexti tveim vikum fyrir kosningar, Vinstri grænir og Björt framtíð. Tveir eru í hnignun, Píratar og Viðreisn. Foringjalaus Framsókn er á einskins manns landi og Samfylking er í útrýmingarhættu.

Valkostur kjósenda verður æ skýrari. Annað hvort styðja þeir stöðugleika og kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða að þeir fleygja atkvæði sínu á einhvern smáflokkinn og kjósa óreiðu.


mbl.is VG og Píratar hnífjöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband