Jón Gnarr taki við Bjartri framtíð

Besti flokkur Jóns Gnarr gekk í bandalag við flokkaflakkarana Guðmund Steingríms og Róbert Marshall til að stofna Bjarta framtíð.

Nú er Björt framtíð í tortímingarhættu þrátt fyrir merkilegt framlag til íslenskra stjórnmála, eins og að breyta klukkunni og að Ísland borgi evru-skuldir Grikkja.

Er ekki tímabært að guðfaðirinn axli ábyrgð á króganum? Jón Gnarr hlýtur að þekkja sinn vitjunartíma.

 


mbl.is Formaðurinn meti stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flóttamenn og lífsgæði

Flóttamenn frá Afríku og Mið-Austurlöndum sækjast eftir lífsgæðum Evrópu. Lífsgæði Evrópu eru takmörkuð gæði sem gengið yrði á ef Evrópa tæki við öllum þeim flóttamönnum sem þar knýja dyra.

Stjórnmál í Evrópu eru óðum að snúast gegn viðtöku flóttamanna einmitt vegna þess að almenningur metur það svo að það gangi á lífsgæðin eftir því sem flóttafólki fjölgar.

Eina varanlega lausn á flóttamannavandanum er að Afríka og Mið-Austurlönd bjóði íbúum sínum upp á sambærileg lífskjör og þekkjast í Evrópu. Það gæti tekið nokkurn tíma.

 


mbl.is Reyndi að smygla 18 flóttamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðspor á meira en milljón

Nytjahlutir eru með tvöfalt verðgildi. Maður kaupir sér úlpu til að skýla sér í vondu veðri og borgar fyrir í samræmi við það hlutverk úlpunnar. Í öðru lagi er verðgildi nytjahluta metið eftir orðspori. Markaðssetning og tíska myndar þetta orðspor.

Þegar vel tekst til myndar orðspor hlutar meiri verðmæti en notagildið.

Dæmi um það er Egg-stóll sem selst notaður á 1,3 m.kr. Þessir stólar eru mest til að horfa á en minnst til að sitja í.


Bloggfærslur 9. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband