Einn bannaður í Úkraínu, annar í Rússlandi

Franski leikarinn Géerard Deperdieu er bannaður í Úkraínu vegna stuðnings við Rússa. Í Rússlandi sjálfu eru bækur sagnfræðingsins Anthony Beevor bannaðar í skólum sökum þess að hann styður Rússa ekki nógu mikið (les: Beevor segir frá nauðgunum rússneskra hermanna á þýskum konum í lok seinna stríðs.).

Austur-Evrópa er enn á því menningarstigi að banna eitt og annað sem ekki fellur að opinberri stefnu.

Vesturlönd banna ekki menningu, aðeins viðskipti. Og það er óendanlega merkilegra. Eða þannig.


mbl.is Slökkt á Depardieu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef bændur framleiddu fatnað og raftæki

Verslunin í landinu, með fákeppnisfyrirtækið Haga í broddi fylkingar, hamast á bændum landsins og telur þá stunda viðskiptahætti er haldi uppi vörurverði.

Flestir vita að bændur framleiða mat fyrst og fremst. En ekki fatnað og raftæki.

En raftæki og fatnaður eru hvergi í Evrópu dýrari en á Íslandi.

Hvers vegna þegja nær allir fjölmiðlar um þessa staðreynd? Er það vegna auglýsingahagsmuna hjá versluninni?


Flokkaflakkarar á leið til hægri

Forystumenn Bjartar framtíðar, Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall, eru flokkaflakkarar sem leita uppi örugg þingsæti fyrir kosningar. Félagarnir fengu stuðning að stofna Bjarta framtíð frá Össuri Skarphéðinssyni, yfirplottara Samfylkingar, undir þeim formerkjum að veiða upp óánægjufylgi á vinstri kantinum.

Óánægja kjósenda vinstriflokkanna var svo megn síðustu þingkosningar að fylgið fór yfir á Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem fengu meirihluta.

Þeir Guðmundur og Róbert leita hófanna eftir hægrafylgi með því að afneita móðurflokknum, Samfylkingunni. Björt framtíð er í meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði og Kópavogi. Félagarnir sjá fyrir sér að hoppa á hægrivagninn í íslenskri pólitík.

Með 4,4 prósent fylgi mun enginn líta við Bjartri framtíð og skiptir engu hvort Guðmundur og Róbert leita til hægri eða vinstri. 


mbl.is Glímir við forystukreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband