Bankar tileinki sér hófstillingu

Bankar eru á Íslandi það sem kynþáttahyggja er í Þýskalandi; svolítið viðkvæmt mál í pólitískri umræðu. Bankarnir gerðu Ísland nærri gjaldþrota og bankamenn eru helstu glæpamenn hrunsins.

Landsbankinn var djarfur að ætla sér höfuðstöðvar á dýrustu lóð landsins. Samstillt átak stjórnmálamanna og almennings þurfti til að koma vitinu fyrir Landsbankamenn.

Bankar og bankafólk gerir vel í að stíga varlega til jarðar á opinberum vettvangi og derra sig ekki meira en brýnasta nauðsyn krefur.


mbl.is „Frestun breytir engu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangt mat utanríkisráðuneytisins á Úkraínudeilunni

Utanríkiráðuneytið leggur rangt mat á Úkraínudeiluna og í framhaldi eru teknar rangar ákvarðanir um stuðning Íslands við viðskiptabann Bandaríkjanna og ESB á Rússa.

Í vetur var tekin saman greining á Úkraínudeilunni sem rétt er að endurbirta í ljósi umræðunnar

Evrópusambandið með Nato sem hernaðarvæng víkkuðu út áhrifasvæði sitt í austur og innbyrtu Eystrasaltsríkin, Pólland, Rúmeníu og Búlgaríu. Rússum stafaði ógn af þessari útþenslu og létu vesturlönd vita skýrt og ákveðið að öryggishagsmunum Rússlands væri ógnað með útþenslu ESB og Nato í austur.

John J. Mearsheimer rekur útþenslu ESB/Nato skilmerkilega í grein í Foreign Affairs og leggur ábyrðina á Úkraínudeilunni alfarið á herðar vesturveldanna.

Evrópa er í stríði í Úkraínu, skrifar fyrrum utanríkisráðherra Þýskalands, Joschka Fischer. Þegar sambandssinnar eins og Fischer nota orðið ,,Evrópa" eiga þeir við Evrópusambandið.

Úkraína var leið Napoleóns og Hitler inn í Rússland á tveim síðustu öldum. Engin rússnesk stjórnvöld gætu liðið að Úkraína yrði ESB/Nato-ríki með þeirri ógn sem sú staða yrði fyrir öryggishagsmuni Rússa.

Evrópusambandið er hallt undir landvinninga í austri enda vegur það upp á móti upplausnarástandinu innan landamæra ESB þar sem evru-kreppan klýfur samstöðuna. Í augum manna eins og Fischer og ýmissa álitsgjafa er vandamálið á hinn bóginn Pútin og hann gerður að hálfgerðum brjálæðingi.

Ófriðurinn í Evrópu verður ekki leystur í bráð. Deila ESB/Nato við Rússa í Úkraínu verður báðum aðilum dýrkeypt. Þjóðverjar eru óðum að átta sig á því að vopnavæðing úkraínskra stjórnvalda leysir ekki vandann heldur eykur hann.

Úkraínudeilan er dæmigerð valdastreita stórvelda. Ísland á ekki aðild að þessari deilu og ætti ekki að taka afstöðu til deilenda.

Utanríkisráðuneytið er undir hæl ESB-sinna. Aðalsamningamaður Össurar Skarphéðinssonar fyrrv. utanríkisráðherra,  sem fór fyrir misheppnuðustu og dómgreindarlausustu diplómatíu sögunar frá Gamla sáttmála að telja, var gerður að ráðuneytisstjóra af Gunnari Sveini Bragasyni, sitjandi utanríkisráðherra. Gunnar Bragi fékk ekki kosningu til að auka vægi ESB-sinna í stjórnsýslunni.

Undir stjórn Gunnars Braga og ESB-sinna í ráðuneytinu var skrifað vísvitandi óskiljanlegt bréf um afturköllun ESB-umsóknar Íslands. Mistökin í tengslum við Úkraínudeiluna eru sömu ættar: ráðuneytið tekur hagsmuni ESB fram yfir íslenska hagsmuni.

Til að bjarga pólitískri framtíð sinni þarf Gunnar Bragi utanríkisráðherra að skipta um ráðuneytisstjóra um leið og hann tekur Ísland af lista þeirra þjóða sem styðja viðskiptabann á Rússa.


Bloggfærslur 7. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband