Ísland leysir ekki alþjóðlegan vanda - fremur gæði en magn

Flóttamenn í heiminum hlaupa á milljónum, ef ekki tugmilljónum. Ríkjasamböndum eins og Evrópusambandið standa ráðþrota frammi fyrir straumi flóttamanna frá Afríku og Mið-Austurlöndum. Í öðrum heimshlutum standa stór ríki, Bandaríkin og Ástralía til dæmis, frammi fyrir erfiðleikum vegna flóttamanna.

Ísland mun ekki leysa þennan alþjóðlega vanda, alveg saman hvort við tökum við 50 flóttamönnum eða 500 þúsund. Alveg óháð því hve mörgum flóttamönnum Ísland tekur við verður vandinn óleystur.

Við ættum að taka við fáum flóttamönnum en kappkosta að gera það vel.

Við þekkjum af reynslu nágrannaþjóða að of stríður straumur innflytjenda skapar þjóðfélagslega togstreitu sem endar með ófriði. Gerum hvorki okkur né flóttamönnum þann bjarnargreiða að hrúga þeim inn í landið til að geta barið okkur á brjóst eins og farísearnir forðum, sem þóttust betri en aðrir.


mbl.is „Getum tekið á móti mun fleiri en 50“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höftin og sérstakur saksóknari

Höftin beindust að stórnotendum gjaldeyris. Þau virkuðu vegna þess að samhliða þeim var friður á vinnumarkaði. Almenningur sætti sig við aukna vinnu en lægri kaupmátt vegna falls krónunnar.

Ein meginástæðan fyrir samstöðunni er að embætti sérstaks saksóknara var sett á laggirnar til að rannsókna útrásarglæpi og koma lögum yfir höfuðpaura hrunsins.

Án sakamálauppgjörs hefði stuðningur almennings við höft verið minni. Réttlæti var forsenda fyrir fórnfýsi almennings.

 


mbl.is Höftin virkuðu fyrir Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband