Marteinn Lúther mestur byltingarmanna

Vinstriútgáfan Guardían teflir fram lista yfir tíu ,,bestu" byltingarmennina í sögunni. Þar er að finna m.a. Trotsky, Zapata, Rósu Lúxembúrg, Robespierre og Che Guevara. Allt er þetta frambærilegt byltingarfólk.

Maður sem toppar þau öll er samt sem áður Marteinn Lúther sem undir lok miðalda skoraði kaþólsku kirkjuna á hólm með þeim afleiðingum að Evrópa skiptist í tvennt.

Byltingarfólk Guardian gerði sig gildandi í ár eða áratugi; Marteinn múnkur í árhundruð.


Sænskt ónæmi á veruleikann

Í Svíþjóð stunda stjórnmálaflokkar að útiloka þann flokk sem er hvað í örustum vexti, Svíþjóðardemókratana, sem nú þegar eru orðnir þriðji stærstu flokkur landsins með tæplega fimmtung þjóðarinnar á bakvið sig.

Innflytjendastefna Svíþjóðardemókratana er ekki nógu fínn pappír fyrir aðra stjórnmálaflokka.

En það eru ekki aðeins málefni hælisleitenda sem valda sænskri sérstöðu. Í efnahagsmálum er Svíþjóð með mínusvexti og útþenslustefnu í fjármálum, þ.e. prentar peninga, samtímis sem vöxtur er í efnahagskerfinu.

Hagfræðilega gengur dæmið ekki upp, segir í Telegraph.

Ónæmi á veruleikann hefnir sín fyrr heldur en seinna.


mbl.is Flóttafólk hefur áhrif á fylgi flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólverjar hafna aðild að evru

Pólverjar telja vandamál evru-svæðisins ekki leyst og munu ekki ljá máls á aðild að evru-samstarfinu í fyrirsjáanlegri framtíð. Með eigin gjaldmiðil er hægt að verja pólska hagkerfið utanaðkomandi höggum.

Ef til þess kæmi að Pólverjar tækju upp evru þá yrði það ekki nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Á þessa leið mæltist forseta Póllands, Andrzej Duda, í viðtali við Die Welt vegna heimsóknar til Þýskalands.


Bloggfærslur 28. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband