Sósíalismi bjargar fjármálakerfinu

Ekkert nema stórfelld inngrip seðlabanka björguðu hlutabréfamörkuðum austan hafs og vestan frá hruni. Síðustu misseri gefa seðlabankar peninga á núllvöxtum til fjármálakerfisins, svo að það geti veitt þeim áfram til raunhagkerfisins, eftir að hafa tekið sinn hlut ríkulegan.

Fjármálamarkaðir eru síðasta vígi sósíalismans, segir í Guardian.

Er ekki rétt að gerðadómur ákvarði laun íslenskra bankamanna? Þeir eru þiggjendur sósíalískra úrræða eins og hafta.


mbl.is Fjárfestar anda léttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB hrynur vegna flóttamanna

Dublinarreglan um flóttamenn segir að ósk um hælisvist skuli tekin til meðferðar í því ESB-ríki sem flóttamaðurinn stígur fyrst fæti á.

Angela Merkel kanslari Þýskalands breytti þessari stefnu nánast einhliða og fellst núna á að flóttamenn sem t.d. koma til Þýskalands í gegnum Grikkland, síðan Ungverjaland, skuli fá hælisósk afgreidda í Þýskalandi.

Einhliða breyting á stefnu ESB í málefnum flóttamanna er það sísta sem Merkel hefði átt að gera, segir Daniel Johnson í grein í Telegraph. Hann spáir því að aðrar þjóðir munu taka einhliða ákvarðanir um flóttamenn og hver þjóð muni hugsa um sína hagsmuni.

Johnson lýkur greininni með þeim orðum að ef Evrópusambandið getur ekki ákvaðið hvað þarf til að verða Evrópumaður, til hvers er þá að halda upp á ESB.

 


mbl.is Standa ráðþrota frammi fyrir flóttamannastraumnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velmegunarfræði

Velmegun á Íslandi er staðfest þegar forstjórar og fyrirmenni sækja fyrirlestur um núvitund. Fræðin eru að hluta sjálfsagðir hlutir, 'ekki ætla þér of mikið', í bland við austræna speki. Núvitundin eru ein útgáfa velmegunarfræða.

Velmegunarfræði fyrir stjórnendur þjóna tvíþættu hlutverki. Í fyrsta lagi að láta svo líta út að þér séu í vinnu við að kynna sér stefnu og strauma í stjórnun. Í öðru lagi að styrkja stjórnendur í þeirri trú að þeir sjálfir skipti máli.

Í útrásinni voru velmegunarfræði áberandi. Eftir hrun voru þau lögð á hilluna, enda verk að vinna. Núna birtast þessi fræði á nýjan leik. Á meðan núvitundarútgáfan af velmegunarfræðum er í forgrunni er ástæðulaust að gera sér áhyggjur.

Meginverkefni þessara fræða er að strjúka stjórnendum meðhárs. Þegar líður á velmegunartímabilið vilja stjórnendur kröftugri strokur. Velmegunarfræðin skaffa þá fyrirlesara sem segja stjórnendum að þeir séu útrásarvíkingar og að ekkert verkefni sé þeim ofviða. Þá skulum við fara að hafa áhyggjur.


mbl.is Að lifa eða dafna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband