Mútufé Brussel fær staðfestingu

IPA-styrkir eru mútufé frá Evrópusambandinu til umsóknarríkja, ætlaðir til að kaupa velvild á meðan aðlögunarferlinu stendur.

Framkvæmdastjórn ESB staðfesti eðli IPA-styrkjanna með því að afturkalla þá þegar íslensk stjórnvöld hættu við inngöngu í ESB.

Umboðsmaður ESB er harðorður um vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar og er það skiljanlegt. Umboðsmaðurinn les lög, reglur og samninga og þar stendur hvergi að IPA-styrkir séu mútufé.

Ekki einu sinni mafían kallar mútufé sínu rétta nafni.


mbl.is Umboðsmaður harðorður í garð ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sósialismi í einu landi er brandari í öðru

Jeremy Corbyn er hálfsjötugur sósíalisti sem að öllum líkindum verður næsti formaður Verkamannaflokksins í Bretlandi. Enskir tala um carbyn-manía slík er eftirspurnin eftir kappanum.

Hvers vegna skrá íhaldsmenn sig í Verkamannaflokkin til að tryggja sigur manns sem þegar er með byr undir báða vægni? Er það af sjálfseyðingarhvöt, eins og teiknuð er upp í Daily Mail sem ímyndar sér Bretland í rúst ef 1000 daga með Corbyn?

Einn af reyndari skríbentum vinstriútgáfunnar Guardian, Polly Toynbee, útskýrir hvers vegna Corbyn mun aldrei verða forsætisráðherra Bretlands - við endurtökum: ALDREI.

Skýringin er kosningakerfið í Bretlandi. Þar eru einmenningskjördæmi sem þýðir að sá frambjóðandi til þings sem fær flest atkvæði í sínu kjördæmi fær kosningu en hinir sitja heima.

Í tölfræðilegu samhengi þarf Verkamannaflokkurinn undir Corbyn að fá nægilega marga kjósendur til að hætta að kjósa Íhaldsflokkinn. Og þar er fjall að klífa, segir Toynbee, fjórir af hverjum fimm nýjum kjósendum Verkamannaflokksins yrðu að koma úr kjósendahópi Íhaldsflokksins. Það gerist ekki á formannsvakt Corbyn.

Nær öruggt er talið að Corbyn verði næsti formaður Verkamannaflokksins. Jafn öruggt er að hann verði ekki næsti forsætisráherra Bretlands.

Sósíalisminn sem Corbyn boðar gæti höfðað til kannski fimmtungs kjósenda. Enginn verður forsætisráðherra í Bretland út á það fylgi. Þegar Corbyn tapar næstu þingkosningum er hann öllum gleymdur, líkt og fráfarandi formaður Verkamannaflokksins. Corbyn verður langdreginn brandari enda næstu þingkosningar í Bretlandi dagsettar 7. maí 2020, eftir tæp fimm ár.  


mbl.is Skrá sig á fölskum forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kína afhjúpar vestræna galdrahagfræði

Fall hlutabréfa í Kína ætti að vera staðbundið ef allt væri með felldu á vesturlöndum, segir álitsgjafi um hagspeki í New York Times. En vesturlönd eru ekki í lagi. Fjarri því.

Seðlabanki Bandaríkjanna fann upp þau viðbrögð við kreppunni 2008 að prenta peninga til að koma hjólum atvinnulífsins á snúning. ,,Quantitative easing" heitir hagsspekin á fagmáli og er jafnan keyrð samhliða núllvaxtastefnu - peningar eru nánast ókeypis.

Japan og Evrópusambandið fóru sömu leið, þó undir öðrum formerkjum. Til skamms tíma virtist þessi gerð inngripa virka á hagkerfið. Störfum fjölgaði í Bandaríkjunum og þeim fækkaði hægar í Evrópu. Peningaprentunin var með tvær hliðarverkanir. Hún stórjók efnahagslegt misrétti, enda sóttu þeir ríku hvað ákafast í ókeypis peninga, eins og nærri má geta, en almenningur fékk brauðmola.

Hliðarverkun númer tvö, er nátengd þeirri fyrri, og felur í sér að verðmæti hlutabréfa stórhækkaði enda nóg af seðlum í umferð.

Hlutabréfafallið í Kína afhjúpar peningaprentun sem galdrahagfræði. Þessi tegund inngripa er af sömu gerð og hamingjan sem nýr skammtur færir eiturlyfjasjúklingi.

Hlutabréfafallið mun hægja á hjólum atvinnulífsins. Og hvað á þá að gera? Prenta meiri peninga og lækka vexti niður fyrir núllið?

 


mbl.is Fallið heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband