Alþjóðleg vernd á Íslandi er mótsögn - blekkingariðja kerfisins

Hælisleitandi sem kemur til Íslands biður um hæli hér á landi en ekki á alþjóðlegu landssvæði. Hér gilda íslensk lög og þau eru sett í þágu þjóðarhagsmuna en ekki alþjóðlegra.

Hælisleitendur og flóttamenn eru af ýmsum útgáfum, t.d. pólitískir og efnahagslegir. Orðin sem notuð eru til að lýsa fólki með þennan bakgrunn eru gagnsæ og lýsandi.

Tilraunir kerfisins að búa til hugtök eins og ,,alþjóðlega vernd og um­sækj­anda um alþjóðlega vernd" eru til að slá ryki í augu almennings. Reynt er láta líta svo út að Ísland eigi skyldum að gegna að taka við þessum og hinum vegna alþjóðalegra skuldbindinga.

Höfundar þessarar tilraunar til að blekkja almenning ættu ekki að koma nálægt endurskoðun laga er ná til hælisleitenda og flóttamanna.


mbl.is Hætti að tala um hælisleitendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nám er ekki hraðferð í skóla

Íslensk unglingamenning gerir ráð fyrir að nám til stúdentsprófs taki fjögur til fimm ár. Á þessum tíma vinna unglingar gjarnan með skóla, bæði á sumrin og veturna.

Ráðherra menntamála ákvað að auka hraðann á unglingum í gegnum framhalsskólann. Skólastjórnendur voru flestir gagnrýnir og sömuleiðis þorri kennara. En ráðherra og ráðuneytisfólk þóttist vita betur.

Nemendur virðast sama sinnis og kennarar og skólastjórnendur, a.m.k. þegar þeir fá tækifæri að velja.

 


mbl.is Fáir völdu þriggja ára nám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar endurvekja frjálshyggjuna

84 píratar ákváðu að sjávarútvegsstefna flokksins skuli vera að bjóða út veiðiheimildir á Íslandsmiðum. Þetta er frjálshyggja í sinni tærustu mynd.

Nú virkaði frjálshyggjan ekkert sérstaklega vel á útrásárárum og endaði í hruni.

Ef það er svo að frjálshyggjan hafi slíka yfirburði þá hlýtur að vera sjálfsagt að beita henni á önnur svið samfélagsins. Við hljótum að sjá tillögur um að útboðsaðferðin verði notuð í menntamálum og við rekstur heilbrigðiskerfisins.

Skólar, sjúkrahús og heilsugæslustöðvar hljóta að fara á uppboð til að kennarar og hjúkrunarfólk ákveði ,,sanngjarnan" kostnað samfélagsins í þessum rekstri.


Bloggfærslur 24. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband