IKEA og hugarfar samtaka verslunar og þjófnaðar

Efnahagsmál eru fátt meira en niðurstaða óteljandi ákvarðana á markaði, auk atriða sem ekki eru færi mannsina að ákveða s.s. náttúruhamfara.

Ákvörðun IKEA um lækkun vöruverðs um 2,8 prósent vegna sterkari krónu hefði getað farið eins og flestar slíkar ákvarðanir - fyrir ofan garð og neðan.

Ástæðin fyrir því að ákvörðun IKEA varð stærri en efni stóðu til er að hún varpaði ljósi á samtök verslunar og þjófnaðar hér á landi sem selja sjónvörp á 103% hærra verði en þau fást í Danmörku.


mbl.is Markaðurinn tók undir með IKEA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grikkir boða enn á ný til kosninga

Erlendir fjölmiðlar segja þær fréttir að gríska ríkisstjórnin sé fallin. Alexi Tsipras forsætisráðherra ætlar að segja af sér og boða til nýrra kosninga.

Evru-kreppan í Grikklandi er orðin að rótföstu vandamáli í pólitíska kerfinu sem ekki heldur úti ríkisstjórn nema í nokkra mánuði í senn og helst með þjóðaratkvæðagreiðslu á milli.

 


Pólitískur rétttrúnaður veldur lýðræðiskreppu

Í lýðræðisríki eiga áherslur stjórnvalda að endurspegla vilja almennings. Ef gjá er staðfest milli þjóðar og þings er það þingið, eða meirihluti þess, sem verður að víkja, líkt og við þekkjum hér á landi í Iceasave-málinu.

Í Svíþjóð er allt opinbera kerfið, bæði stjórnmálaflokkar og ríkisvald, innstillt inn á það að Svíþjóðardemókratar skuli ekki njóta þeirra áhrifa í samfélaginu sem fylgi flokksins gefur tilefni til.

Sænskur almenningur lætur ekki bjóða sér pólitískan rétttrúnað valdastéttarinnar og eykur stuðninginn við Svíþjóðardemókratana.


mbl.is Svíþjóðardemókratar stærstir í könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullveldið og hverjum við treystum fyrir því

Án fullveldis og eigin gjaldmiðils værum við einhvers staðar á milli Grikklands og Írlands í efnahagslegum skilningi. Við værum bónbjargarfólk í eigin landi.

Það liggur fyrir að ,,[e]kk­ert ríki í Evr­ópu muni sjá jafn­mikl­ar breyt­ing­ar á rík­is­fjár­mál­un­um á jafn­skömm­um tíma og Íslend­ing­ar eru að fara að upp­lifa," eins og segir í fréttinni. Erlendir aðilar staðfesta hagtölurnar í bókum fjármálaráðherra.

Fullveldisríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggur hornstein að efnahagslegri velmegun þjóðarinnar til framtíðar. Sá hornsteinn yrði fljótur að molna ef við kysum yfir okkur liðið sem kyrjar í síbylju ,,ónýta Ísland" og leggur sig fram um að slagorðið verði að áhrínisorðum. Gleymum því ekki.


mbl.is Afgangur og skuldahreinsun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband