Samtök verslunar og þjófnaðar

Raftæki eru dýrust á Íslandi í allri Evrópu, þótt opinberar álögur séu hér alls ekki hærri en til dæmis í Danmörku.

Verslunin hér á landi kemst í krafti fákeppni upp með að okra á okkur.

Það er mergurinn málsins.

 


mbl.is Sjónvarp tvöfalt dýrara hér en í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nató hugsar eins og Marx

Nató er búið að innbyrða nær öll ríki sem áður voru í Varsjárbandalaginu, en það hernaðarbandalag lagði upp laupana með kommúnismanum fyrir aldarfjórðungi. Nató vill meira.

Nató tileinkar sér greiningu Marx á þeim hlutlægu skilyrðum sem skulu vera fyrir hendi til að ný hugmyndafræði nái fram að ganga. Marx skrifar í þýsku hugmyndafræðinni

Empírískt getur nató-ismi aðeins orðið mögulegur þegar ríkjandi þjóðir samtímis tileinka sér samfélagspólitík nató-isma.
(Empirically, communism is only possible as the act of the dominant peoples “all at once” and simultaneously, which presupposes the universal development of productive forces and the world intercourse bound up with communism.)

Og hvað er Nató-ismi, sem hér að ofan er jafnsettur kommúnisma? Jú, nató-ismi er þegar allar þjóðir viðurkenna nauðsyn þess að ganga í Nató.

Ef frásögnin væri úr ævintýri H.C. Andersen ætti barnið Ísland að spyrja: ef allar þjóðir eru í einu hernaðarbandalagi, hver er þá óvinurinn?

 


Evru-ríkin dreymir um Ísland

Evru-ríkin getur aðeins dreymt um íslenskan efnahagsbúskap með hagvexti og lágu atvinnuleysi, segir viðskiptaféttaveitan Bloomberg.

Evru-ríkin eru í varanlegri kreppu og gjaldmiðlasamstarfið mun springa vegna pólitískrar reiði sem kreppan veldur, segir Jeremy Warner á Telegraph.

Eina leiðin til að bjarga evru-ríkjunum er að gera þau að sambandsríki eins og Þýskaland, segir Wolfgang Münchau í Spiegel.

ESB-sinnar á Íslandi, sem létu sig dreyma um evru-aðild, búa við stöðuga martröð þegar Ísland er orðið fyrirheitna land evru-ríkjanna.


mbl.is Ísland á leið í hóp þeirra ríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband