Hrópandi þögn um rökin fyrir aðild Íslands

Þeir sem bera ábyrgð á því að Ísland er á lista þjóða sem taka undir ágenga stefnu Nató gagvart Rússlandi í Úkraínudeilunni þegja þunnu hljóði um rökin fyrir þessari stefnu.

ESB og Bandaríkin hafa breytt Nató úr varnarbandalagi í árásarbandalag í Austur-Evrópu. Þar með eru brostnar forsendur fyrir aðild Íslands að bandalaginu. Við eigum ekkert erindi í árásarbandalag stórvelda.

Fyrsta skrefið í klúðri utanríkisþjónustunnar er að afturkalla stuðning Íslands við refsiaðgerðir Nató-ríkja gagnvart Rússum, - sem við eigum ekkert sökótt við. Í framhaldi eigum við að endurskoða aðild okkar að Nató.


mbl.is Stjórnvöld endurskoði afstöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðleysingjar og skattasniðganga

Á forsíðu DV segir frá forstjórnum og auðfólki sem stundar skipulagða skattasniðgöngu með því að skrá heimilsfestu sína erlendis. Þetta fólk stundar flest hvað rekstur hér á landi og nýtir opinbera þjónustu fyrir sig og sína - en greiðir ekki sinn skerf til samfélagsins.

Þorri þeirra sem rata á forsíðu DV eru einstaklingar sem komist hafa í kast við lögin, iðulega vegna auðgunarbrota. Glæpir og siðleysi haldast iðulega í hendur.

Er ekki rétt að birta þennan lista reglulega og uppfæra til að við getum sniðgengið rekstur þessa fólks?


Sigmundur Davíð: utanríkisráðuneytið brást

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson staðfestir að íslensk stjórnvöld voru ekki með neinar upplýsingar í höndunum um mögulegar afleiðingar þess að Ísland fengi á sig viðskiptabann vegna þátttöku í þvingunaraðgerðum Bandaríkjanna og ESB gagnvart Rússlandi.

Utanríkisráðuneytið á að sjá um að leggja mat á þáttöku Íslands í aðgerðum af því tagi sem Bandaríkin og ESB standa fyrir gegn Rússum vegna deilna um forræði yfir Úkraínu.

Utanríkisráðuneytið brást algerlega í málinu og auðvelt er að sjá hvers vegna. Ráðuneytið lítur á það sem sitt hlutverk að koma Íslandi inn í ESB, til hagsbóta fyrir starfsmenn ráðuneytisins sem myndu fá aukin starfstækifæri við inngöngu. Hagsmunir íslensku þjóðarinnar eru aukaatriði hjá ráðuneytinu.

Sama ráðuneyti klúðraði vísvitandi afturköllun ESB-umsóknarinnar með þeim afleiðingum að embættismenn í Brussel neituðu að taka Ísland af skrá umsóknarríkja.

Þegar liggur fyrir að eitt ráðuneyti stjórnarráðsins vinnur einbeitt gegn hagsmunum þjóðarinnar og yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar þá hlýtur það að hafa pólitískar afleiðingar.

Eða er ríkisstjórn Sigmundar Davíðs meira upp á punt en alvöru stjórnvald?

 

 


mbl.is Mikið misræmi í áhrifum refsiaðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband