Rússar eru fórnarlömb í Úkraínudeilunni

Úkraínudeilan er vegna útþenslu Nató, hernaðarbandalags Bandaríkjanna og ESB, í austurátt. Nató er hernaðarbandalag úr kalda stríðinu og stóð andspænis Varsjárbandalaginu, sem Sovétríkin fóru fyrir. Varsjárbandalagið var leyst upp árið 1991 en Nató tók að vaxa. 

Úþensla Nató byrjaði fyrir 25 árum, þegar Austur-Þýskaland var sameinað Vestur-Þýskalandi sem var Nató-ríki. Rússar voru með herafla í Austur-Þýskalandi frá dögum seinna stríðs og gátu beitt neitunarvaldi gagnvart sameiningu þýsku ríkjanna.

Til að fá Rússa til að samþykkja sameiningu þýsku ríkjanna gáfu ráðamenn vesturveldanna Rússum loforð um að Nató myndi ekki ógna öryggishagsnum Rússlands með því að sækjast eftir nýjum aðildarríkjum í austri. Þýska vikuritið Spigel fór í saumana á þeim loforðum sem gefin voru Rússum um að Nató yrði ekki stækkað í austurátt. Kjarninn í niðurstöðu Spiegel er þessi:

After speaking with many of those involved and examining previously classified British and German documents in detail, SPIEGEL has concluded that there was no doubt that the West did everything it could to give the Soviets the impression that NATO membership was out of the question for countries like Poland, Hungary or Czechoslovakia.

Nató virti ekki öryggishagsmuni Rússa og tíndi upp hvert ríkið af öðru í Austur-Evrópu. Fræðimenn og sérfræðingar á vesturlöndum vöruðu eindregið við útþenslu Nató. Cato-stofnunin birti grein eftir Ted Galen Carpenter með þessu niðurlagi

An enlarged NATO is a dreadful, potentially catastrophic idea. Instead of healing the wounds of the Cold War, it threatens to create a new division of Europe and a set of dangerous security obligations for the United States.

Vesturveldin, blinduð af sigri í kalda stríðinu, létu ekki segjast og ætluðu sér að umkringja Rússland með Nató-ríkjum. George Kennan, sem er helst höfundur að bandarískri utanríkisstefnu á dögum kalda stríðsins, var ómyrkur í máli í samtali við dálkahöfund New York Times um útþenslu Nató:

''I think it is the beginning of a new cold war,'' said Mr. Kennan from his Princeton home. ''I think the Russians will gradually react quite adversely and it will affect their policies. I think it is a tragic mistake. There was no reason for this whatsoever. No one was threatening anybody else.

Samtalið er frá árinu 1998 þegar bandaríkjaþing staðfesti útþensluáætlun Nató. Orð Kennan fá staðfestingu í Úkraínudeilunni sem átti sér langan aðdraganda en sprakk framan í vesturveldin eftir að forseta Úkraínu var bolað frá völdum með vestrænum stuðningi veturinn 2014. Forsetinn fráfarandi þakkar Pútín Rússlandsforseta lífsbjörgina.

Samantekið: Nató er hernaðarbandalag úr kalda stríðinu sem í aldarfjórðung, frá lokum kalda stríðsins, hefur skipulega lagt undir áhrifasvæði sitt ríki sem áður voru í hernaðarbandalagi með Rússum. Vöxtur Nató veldur tortryggni í Rússlandi. Þegar Nató ætlaði að ná forræði yfir Úkraínu sögðu Rússar, stopp - hingað og ekki lengra.

 


mbl.is Vill að bandamenn bregðist við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunnar Bragi er hetja ESB-sinna

Utanríkisráðherra er orðinn að hetju ESB-sinna hér á landi, sem telja hagsmunum og framtíð Íslands best borgið í faðmi Evrópusambandsins. Með því að binda trúss sitt við Evrópusambandið í deilunni við Rússa um forræði yfir Úkraínu.

Beint samband er á milli þess að Íslands er lista óvina Rússa og bréfsins sem afturkallaði misheppnuðu ESB-umsóknina. Um hvorttveggja var vélað í utanríkisráðuneyti Gunnars Braga. Í báðum tilvikum var niðurstaðan klúður.

Gunnari Braga er ekki lengur sætt í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

 


mbl.is Sakar ráðherra um heimsku og lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband