Er réttmætt að nota mannslíf í kjarabaráttu?

Geislafræðingar eru með 670 þús. kr. í mánaðarlaun og vilja meira. Þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar um að taka ekki mannslíf í gíslingu í kjarabaráttunni virðast geislafræðingar einmitt gera það.

Landlæknir vill lög á heilbrigðisstéttir sem fara í verkföll.

BHM hlýtur að fallast á að mannlíf skuli ekki nota í kjarabaráttu.

 


mbl.is Kom verulega á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstriflokkarnir hoppa á vagn ríkisstjórnarinnar

Verkföllin eru um það bil að leysast. Stjórnarandstaðan skynjar að ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks mun fá allan heiðurinn af því að leysa flólknar og erfiðar kjaradeilur.

Þess vegna leggur varaformaður Vinstri grænna til að stjórnarandstöðuflokkarnir hoppi á vagn ríkisstjórnarinnar. Þekktir samfylkingarmenn taka undir.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs fær hyllingu vinstriflokkanna á miðju kjörtímabili. Það segir nokkra sögu um stöðu stjórnmálanna.


mbl.is 8% hækkun og aukinn sveigjanleiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lærdómur sögunnar á þýsku og rússnesku

Um 70 prósent Rússa segjast hafa misst nákominn ættingja í ,,stóra föðurlandsstríðinu" eins og Rússum er tamt að kalla seinni heimsstyrjöld. Rússar voru sú þjóð sem flesta missti í þeim hildarleik.

Rússar telja sig eiga tilkall til þess að landamæri ríkisins í vestri séu þannig hönnuð að þau ógni ekki rússneskum öryggishagsmunum. Þeir létu yfir sig ganga að Eystrasaltsþjóðirnar fóru undir forræði Evrópusambandsins eftir fall Berlínarmúrsins og lok kalda stríðsins. Pólland fór sömu leið og Ungverjaland, Búlgaría og Rúmenía.

Þegar Úkraína átti að fara sömu leið, undir forræði Evrópusambandsins og með Nató-aðild sem næsta skref sögðu Rússar hingað og ekki lengra.

Vegna Úkraínudeilunnar er heldur fámennt þjóðhöfðingja með með Pútín að fagna 70 ára afmæli sigursins yfir Hitler.

Arftaki Hitlers í embætti kanslara Þýskalands, Angela Merkel, mætir á sunnudag til Moskvu að leggja blómsveig við minnismerki óþekkta hermannsins.

Í viðtali við Merkel á heimasíðu þýska kanslaraembættisins segir hún að þrátt fyrir deilur um Úkraínu sé mikilvægt að halda samræðum áfram við Pútín Rússlandsforseta.

Þeir sem helst knýja á um að Úkraína komist undir áhrifasvæði Evrópusambandsins og Nató eru Bandaríkin. Bandaríkin björguðu Evrópu í fyrra og seinna stríði og þau eru heimsveldi. En Bandaríkin skilja lítt söguna og alls ekki evrópska sögu.

 


mbl.is Rússar sýna mátt sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Móteitur við ESB-sósíalisma

Sigur Íhaldsflokksins og David Cameron er móteitur við ESB-sósíalisma og til muna betra framlag til evrópskra stjórnmála en uppreisnarfólkið í Aþenu, skrifar aðalritstjóri Die Welt.

Breski Íhaldsflokkurinn er gagnrýninn á Evrópusambandið og telur valdheimildir Brussel alltof miklar í innanríkismálum aðildarríkja. Íhaldsflokkur efnir til þjóðaratkvæðagreiðslu að tveim árum liðnum um það hvort Bretar skuli vera aðildarríki Evrópusambandsins eða ekki.

Fram að atkvæðagreiðslunni mun Cameron, með sterkt umboð breskra kjósenda, semja um nýja skiptingu valdheimilda milli ESB og aðildarríkja.

Aðalritstjóri Die Welt telur að Angela Merkel kanslari Þýskalands eigi til muna meiri samleið með Cameron en ýmsum starfsbræðrum sunnar í álfunni sem óska sér þýskra fjármuna en ekki þýskrar ábyrgðar (bloggari umorðar ritstjórann).

Líklegt er að ríki eins og Pólland, Svíþjóð og Finnland eigi samleið með Þýskalandi og Bretlandi að auka einstaklingshyggjuna í Evrópusambandinu og draga að sama skapi úr sósíalismanum.


mbl.is Tíundaði kosningaloforð íhaldsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband