Landsbyggðin hugsar um launafólk, ekki pólitík

Verkalýðsfélög á landsbyggðinni standa ekki fyrir annarri pólitík en að semja um laun fyrir sína félagsmenn. Við þær aðstæður er hægt að semja eins og verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík sýnir fram á með verkum sínum.

Hér fyrir sunnan er verkalýðsforystan á kafi í pólitík og ætlar sér án umboðs að taka fram fyrir hendur lögmætra stjórnvalda í málefnum sem koma kjaramálum ekkert við.

Tímabært er að verkalýðsforystan á landsvísu taki sér Framsýn á Húsavík til fyrirmyndar og beini starfsþrekinu að kjarasamningum en ekki landsstjórninni.


mbl.is Klöppuðu fyrir nýjum samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nábýlið, metingurinn og sjálfshatrið

Íslendingar búa betur en flestar þjóðir heims. Á mælikvarða hagvísa erum við lánsöm og aðrir þættir s.s. lífslengd og ungbarnaheilbrigði setja okkur í efstu sæti á heimsvísu.

Samt unum við ekki sátt og rjóð við okkar hlut. Nábýlið ýtir undir metnað, sem sumpart stælir fólk til átaka að sækja til sín réttmæta sneið þjóðarkökunnar, en getur orðið að dómgreindarlausum yfirgangi.

Annað atriði sem slær á þjóðarhamingjuna er sjálfshatrið sem sumir næra með sér. Hatrið á sér persónulegar skýringar en er varpað yfir á samfélagið. Sjálfshatrið býr oft í pennaliprum. Á dögum bloggs og netmiðlunar flæðir hatrið óhindrað fram í umræðunni.


mbl.is Skuldir heimilanna hafa lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er lélegt að fá 670 þús. kr. í mánaðarlaun?

Geislafræðingar hjá ríkinu eru með 670 þús. kr. í mánaðarlaun, ljósmæður eru með 700 þús. kr. Hvorttveggja eru heildarlaun.

Meðallaun ASÍ-fólks eru eitthvað um 530 þús. kr. á mánuði.

Hvorki 530 þús. á mánuði og enn síður 670 þús. eru léleg laun.

Launaumræðan er á villigötum þar sem hálaunastéttir heimta hærri laun og stefna okkur í efnahagslega kollsteypu.

 


mbl.is Meðaldagvinnulaun frá 406 - 536 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríski vandinn er vandi ESB í hnotskurn

Grikkir töldu sig eiga efni á lífskjörum sem fást með þýskum vöxtum og grískri framleiðni. Þannig höguðu Grikkir sig í áratug. En svo kom að skuldadögum, eftir lánsfjárkreppuna 2008. Síðan eru Grikkir í varanlegri gjörgæslu.

Öll ríki Evrópusambandsins eru að baki sjónarmiði þýska fjármálaráðherrans að Grikkir eyði um efni fram og verði að skera upp ríkisfjármálin, lækka lífeyrisgreiðslur og hemja önnur útgjöld.

Grikkir svara á móti að þeir séu fullvalda þjóð sem hagi fjármálum sínum í samræmi við grískan þjóðarvilja, eins og hann birtist í kosningum.

Þar stendur hnífurinn í kúnni. Til að evran virki og þar með ESB verða aðildarríki sambandsins að aftengja lýðræðið heima fyrir og fallast á forræði Brussel í ríkisfjármálum.

Grikkland er vagga vestræns lýðræðis. Fyrir 2500 árum ræddu aþenskir heimspekingar og borgarar hvert væri heppilegasta stjórnarfyrirkomulagið. Engum datt í hug það fyrirkomulag að ákvörðunarvald yfir brýnustu samfélagsmálum skyldi flutt sem lengst frá heimahögunum.

Þegar valdið í málefnum samfélagsins er gert útlent, brýst út ófriður. Það segir sig sjálft.


mbl.is Skref í átt að lokasamningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband