ESB-umsókn Samfylkingar: tvöfaldur dauði

Umboðslaus ESB-umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009 gildir ekki lengur í Brussel, höfuðborg Evrópusambandsins.

Stjórnmálaumræða næstu ára á Íslandi mun ekki vera með ESB-málið brennidepli enda er það dautt í tvöföldum skilningi.

Í fyrsta lagi tapaðist umræðan hér landi. Samfylkingin og ESB-sinnar stórtöpuðu þingkosningunum 2013, þar sem Samfylkingin fékk 12,9 prósent fylgi. Boðaður ESB-flokkur hægrimanna, Viðreisn Benedikts Jóhannessonar og lögfræðings ungu stúlknanna, Sveins Andra Sveinssonar, er dautt fyrirbrigði.

Í öðru lagi verður ESB-umræðan í Evrópu næstu tvö árin, eða fram yfir næstu þingkosningar á Íslandi, mörkuð yfirvofandi úrsögn Bretlands annars vegar og hins vegar vandræðum evrunnar.

Samfylkingin gerði fullveldinu þann greiða að taka aðild Íslands alltof snemma á dagskrá og gjörtapa með þeim afleiðingum að ESB-aðild verður ekki til umræðu næstu 10 til 15 árin.


mbl.is Ísland af lista yfir umsóknarríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn breiðu millistéttarinnar

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs festir sig í sessi sem ríkisstjórn breiðu millistéttarinnar. Millistéttin fær bæði launahækkanir og skattalækkun. Sérúræði eru fyrir láglaunahópa, vegna húsnæðismála, og hátekjufólkið, með hærra skattþrepi eftir 700 þús. kr. mánaðarlaun.

Einhver hrossakaup fylgja samningum í tengslum við kjarasamninga. Verkalýðshreyfingin færa peninga til að leika sér með í menntamálum. Þá fær verkalýðshreyfingin aðkomu að mót­un vinnu­markaðsstefnu og skipu­lagi vinnu­markaðsmá­la.

Töluverð áhætta er tekin með launahækkunum og skattalækkunum. Verðbólga gæti farið af stað, og mun gera það að einhverju marki, ásamt þenslu í atvinnulífinu. Hvorttveggja kallar á vaxtahækkanir.

Á móti kemur að kjarasamningarnir eru til rúmlega þriggja ára og skapa forsendur fyrir stöðugleika.

Ungir forystumenn ríkisstjórnarinnar mega vel við una. Í kjaradeilunni stóðu á þeim mörg spjót en þeir kiknuðu hvorki né hvikuðu frá markaðri stefnu.


mbl.is Lækka tekjuskatt einstaklinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntun er hvorki skyndibiti né hagtala

Menntaskólaárin eru viðskilnaður unglingsins við barndóminn og fyrstu skrefin í fullorðinsárin. Skyldunám er að baki og unglingurinn stendur frammi fyrir vali sem oftar en ekki markar stefnu sem líf hans tekur.

Illu heilli sitjum við uppi með menntamálaráðherra sem lítur fyrst og fremst á menntun sem hagtölu. Ráðherrann fékk þá hagtölu frá Samtökum atvinnulífsins, sem eru jú háborg menntavísinda, eins og allir vita, að íslensk ungmenni væru of lengi í skóla. Ráðherra ákvað á grunni hagtölu að leggja til atlögu við framhaldsskólann og breyta honum til samræmis við menntastefnu SA.

Þaulreyndir skólamenn reyna að koma vitinu fyrir ráðherra. Atli Harðarson prófessor við HÍ og skólastjóri fjölbrautaskóla til margra ára skrifaði grein í Morgunblaðið í gær um að menntun væri ekki skyndibiti. Lárus H. Bjarnason rektor við MH er á sömu slóðum í skrifum á visir.is

Þjösnagangur ráðherra gagnvart framhaldsskólum og hlutverki þeirra í samfélaginu kippir stoðunum undan fyrirkomulagi sem í áratugi hefur tryggt ungu fólki aðgang að menntun.


mbl.is Mikilvægt að njóta menntaskólaára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband