Krónan, lágt atvinnuleysi og súr vínber Egils Helga

Íslenska krónan var traustasti bakhjarl endureisnarinnar eftir hrun. Krónan tók höggið og efnahagskerfið fékk haldið uppi atvinnu, og gerir enn.

Langt skeið með lága verðbólgu sýnir að krónan er stöðug þegar stjórnun efnahagsmála er í traustum höndum.

Drög að kjarasamningum leggja grunn að jöfnum og traustum lífskjarabata almennings. Ekki eru þó allir ánægðir með bættan hag almennings.

Egill Helgason, sem oft túlkar sjónarmið vinstrimanna, segir vínberin súr.

 


mbl.is Lengsta stöðugleikaskeiðið lengist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningalán með viti fæst ekki

Peningar eru hvorki með viti né óviti. Því miður gildir ekki það sama um fólk. En það virðist býsna ríkt í fólki að afþakka vitið þegar það slær lán. Hér er tilvitnun úr fréttinni um Suðurnesjamenn sem misstu húsnæðið vegna ofurskuldsetningar

Auðvelt var að fá lán hjá bönkum og sparisjóðum og voru svarendur margir á því að ekki hefði verið »neitt vit« í að lána þeim þær fjárhæðir, eða það háa lánshlutfall, sem þeir fengu fyrir íbúðakaupunum...

Hér tala fullorðnir eins og börn og biðja um að vit sé haft fyrir þeim. Í langan tíma fær fólk ekki lán nema með nákvæmum útreikningum um hvað lánið kostar á mánuði.

Ef fólk tekur vitlaus lán þá er ekki við neinn að sakast nema það sjálft.

 

 


mbl.is Sögðu ekki „neitt vit“ í lánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband