Homminn ég, femínistinn ég, múslíminn ég - af lífsstílspólitík

Félagshópar fólks sem kenna sig við trú, kyn eða kynhneigð útiloka þá frá aðild  sem ekki játast tilvistarforsendu hópsins. Gagnkynhneigðir geta ekki verið hommar, kristnir ekki múslímar og karlmenn ekki femínistar.

Lífsaftöðuhópar fá þrifist í samfélaginu vegna þess að við, fermda fólkið, sem borgar skatta og kýs Sjálfstæðisframsóknarflokkinn, stöndum vörð um félagafrelsi og rétt einstaklingsins til að skilgreina sig út frá hvaða forsendum sem vera skal - svo lengi sem sú skilgreining virðir frelsi annarra einstaklinga.

Lífsafstöðuhóparnir eiga margir erfitt með að fóta sig í mannréttindaumræðunni og krefjast  skerðingar á mannréttindum Péturs og Páls til að hafa skoðun á hommum, femínistum og múslímum.

Einfaldur hugarreikningur segir okkur að yrði pólitík lífsafstöðuhópanna ráðandi væri úti um samfélagsfriðinn. Eða sér einhver fyrir sér ríkisstjórn skipaða þingmönnum kosna af lista Hinseginflokksins, Femínistaframboðsins og Bræðralagi múslíma? Slík ríkisstjórn er óhugsandi einmitt vegna þess að lífsafstöðuhóparnir skilgreina sig þröngt og eru gagnkvæmt útilokandi á aðra samfélagshópa.

Regluleg stjórnmál, kennd við almennar stjórnmálastefnur eins og jafnaðarpólik, frjálsan markað, samvinnufélög og svo framvegis eiga undir högg að sækja, m.a. vegna þess að sátt er um meginatriði samfélagsgerðarinnar.

Stjórnmálaflokkar róa í auknum mæli á mið lífsafstöðuhópa, til að finna baráttumál sem eykur flokksmönnum eldmóð og skilar fylgi. Stundum er þetta gert með opnum stuðningi við tiltekna lífsafstöðuhópa, sbr. Besta flokkinn í Reykjavík og hinsegin fólk og Vinstri græna og femínista. Í öðrum tilvikum eru ný baraáttumál gerð að lífsafstöðupólitík viðkomandi flokks. Ýktasta dæmið er Samfylkingin sem gerði ESB-málið að trúarsetningu.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur starfa í þágu breiðfylkingar almennings. Þeir fara varlega í að gefa lífsstílspólitík undir fótinn. Það er skynsamlegt.

 

 


Píratar eru Björt framtíð, 2. útg.

Björt framtíð varð til á síðasta kjörtímabili, þegar Jóhönnustjórnin var komin að fótum fram. Björt framtíð var ekki með skoðun á einu eða neinu en stóð sem valkostur við starfandi stjórnmálaflokka.

Píratar tóku við Bjartri framtíð á þessu kjörtímabili sem valkostur. Eins og Björt framtíð eru Píratar ekki með neina skoðun á málefnum samtímans, nema kannski höfundaréttarmálum. Þeir vísa öllum málum í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem er aðferð til að afsaka skoðanaleysi.

Ómöguleiki íslenskra stjórnmála (takk Bjarni B., þú átt þetta hugtak) felst í þeirri þversögn að Íslendingar eru ofaldir á efnahagslegri velmegun (hagvöxtur, ekkert atvinnuleysi) en enginn starfandi stjórnmálaflokka reynist fær um að klæða velmegunina í pólitískan búning. Af þeirri ástæðu tekst Pírötum að klæðast nýju fötum keisarans og þykjast albúnir í nekt sinni að verða pólitískt afl.

Stjórnmálaflokkurinn sem sigrar baráttuna um eftirhrunsfrásögnina er með pálmann í höndunum. En það er þrautin þyngri að setja saman pólitíska frásögn um ísland eftirhrunsins. Á meðan taka sviðið skoðanalausir jaðarhópar eins og Píratar.


mbl.is Píratar í stórsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband