Ég þarf ekki Eygló í mín mál

Eygló Harðardóttir segist smíða húsnæðisfrumvörp um öll heimili landsins. Ég þarf ekki Eygló að vasast í mínum húsnæðismálum og frábið mér afskipti hennar.

Eygló þjáist af pólitísku oflæti. Hún tilheyrir þeirri stétt landsmanna, atvinnustjórnmálamanna, sem er í minnstum metum meðal þjóðarinnar.

í stað þess að leggja sitt á vogarskálarnar til að fólk fái traust á stjórnmálum stundar Eygló íkveikjupólitík að hætti samfylkingarmanna á síðasta kjörtímabili sem ekki máttu sjá gott mál án þess að iða í skinninu að eyðileggja það.

Þegar ríkisstjórn þarf á því að halda að tala einu máli stundar Eygló eyðileggjandi einkaflipp.

Yfirlýsing hennar að ríkisvæða öll heimili landsins er fádæma dómgreindarlaus. Meginhluti heimila landsins er í einkaeigu. Að ráðherra skuli hóta öllum almenningi með lagafrumvarpi um heimili þess er fáheyrður andskoti sem sýnir svart á hvítu að Eygló er ekki starfi sínu vaxin.


Vinstrimenn vilja banna reiðufé; frelsið í húfi segja hægrimenn

Í verðhjöðnun eykst verðmæti peninga en þeir rýrna í verðbólgu. Ef ekki væri fyrir reiðufé væri til muna auðveldara, í gegnum rafræna peningastjórnun seðlabanka, að stýra verðmæti peninga til samræmis við stefnu stjórnvalda.

Nokkur umræða er í Evrópu um afnám reiðufjár. Stjórnvöld í Evrópusambandinu og seðlabanka sambandsins finna til þess að eiga ekki öflug stjórntæki til að stýra efnahagsbúskap evru-svæðisins og vildu gjarnan afnema reiðufé.

Þýski hagskríbentinn Wolfgang Münchau tekur þýsku umræðuna um reiðufé saman í Spiegel og segir vinstrimenn vilja afnema reiðufé en hægrimenn segja frelsið sjálft í húfi ef það gerðist.

Peningar þjóna þríþættu hlutverki. Þeir eru greiðslumiðlun, greiðslueining og verðmæti.

Um tvö fyrst nefndu hlutverkin er varla álitamál, segir Münchau. Hvort heldur við greiðum með greiðslukorti eða reiðufé er um að ræða greiðslumiðlun og greiðslueiningin er sú sama, þ.e. króna, dollar, evra eða önnur tilgreind mynt.

Styr stendur aftur um peninga sem verðmæti. Vinstrimenn segja að án reiðufjár væri hægt að virkir neikvæðir vextir í samræmi við stefnu stjórnvalda. Með neikvæðum vöxtum á rafpeningum er verðmæti þeirra skipulega fært niður. Ef stjórnvöld vilja auka neyslu og fjárfestingu þá meyndu þau setja á neikvæða vexti - til að koma peningunum í umferð. En slík stefna virkar ekki við núverandi kringumstæður. Við neikvæða vexti hættir fólk að geyma peninga í banka, það tekur út reiðufé til að forða þeim frá rýrnun. Peningarnir fara annað í geymslu en ekki endilega í neyslu eða fjárfestingar. Í verðhjöðnun eykst verðmæti peninga með því að vörur og þjónusta lækkar. Peningar geymdir undir kodda aukast þannig að verðgildi. 

Hægrimenn telja inngrip stóra bróður í verðmæti peninganna skapa fordæmi fyrir eignaskerðingu og þar með sé frelsið sjálft í húfi.

Münchau, sem heldur hallast til vinstri í pólitík, tekur undir með hægrimönnum og sér ekki fyrir sér að reiðufé verði afnumið í bráð. Rök Münchau eru þó hagkvæmnisrök en ekki pólitísk. Hann segir enn langt í land að hægt sé að komast af án reiðufjár, jafnvel í tiltölulega þróuðu samfélagi eins og því þýska. 

 


mbl.is Verðhjöðnun í fyrsta sinn í 55 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstortímandi verkföll

Verkföll skapa ekki verðmæti heldur eyða þeim. Verkalýðshreyfingin, þessi á almenna markaðnum, gerir lágmarkssamninga sem ekki einu sinni sumarstarfsmenn taka laun eftir. Launþegar eru yfirborgaðir sökum þess að atvinnuástandið er launafólki í hag - ekkert atvinnuleysi þýðir yfirborganir.

Verkalýðshreyfingunni virðist í mun að eyðileggja atvinnulífið og stuðla að atvinnuleysi og verðbólgu.

Eina sem kemur í veg fyrir sjálfstortímingu verklalýðshreyfingarinnar er staðfesta ríkisstjórnarinnar sem ætlar ekki undir nokkrum kringumstæðum að liðka fyrir verðbólgusamningum.

 

 


mbl.is Óttast uppsagnir í öðru hverju fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótsögn mannúðar

Í Norður-Afríku og Miðausturlöndum er fólk sem þjáist vegna stríðsátaka og samfélagsupplausnar. Mannúðlegt væri að Vestur-Evrópa, sem býr við frið og velsæld, tæki við flóttafólkinu.

Ástæðan fyrir því að víðast í Vestur-Evrópu er lítill vilji til viðtöku flóttamanna frá þessum heimshlutum er sú að reynslan kennir að múslímska menningin, sem fólkið flytur með sér, lagar sig ekki að vestrænum samfélögum.

Múslímskir menningarkimar í Vestur-Evrópu fóstra andstyggð á vestrænni menningu og ala af sér einstaklinga sem reglulega fremja hryðjuverk á vestrænum almenningi. Fjölgun múslíma í Evrópu er uppskrift að fjölgun ofbeldisverka þar sem saklausir borgarar eru helstu fórnarlömbin.

Mannúð, sem leysir vanda í Norður-Afríku og Miðausturlöndum, með því að flytja vandann til Vestur-Evrópu, er ekki mannúð heldur mistök.

Vandi flóttamannanna verður ekki leystur nema í heimahögum þess. Og það mun taka tíma. Múslímsk menning stendur frammi fyrir áskorunum sem kristin menning leysti úr, með blóðsúthellingum, á tímabilinu frá 30 ára stríðinu á 17. öld og fram yfir frönsku byltinguna.


mbl.is Grípa til aðgerða gegn smyglurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband